Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 56
hann í ríki hans; hann var þó eitthvað sjálegri en nóttin, það
urðu allir hlutir að kannast við.
Hann með sínum töfrandi undramyndum með allavega litum
í ljósi hinnar brennandi sólar — með sunnanvindinn mjúka, fugla-
sönginn síkáta, rennandi saman við hinn ljúfa og þýða lindarnið,
hrynjandi bassatónana í hinum öflgu og kraftmiklu ljóðum foss-
anna, Petta hafði hann og margt fleira til að bjóða; og hvað
gat nóttin komið með til samanburðar, og sem jafnaðist við hann?
Auðvitað var hann ekki svo kunnugur í ríki hennar, að hann gæti
dæmt um það, en þó fanst honum hann mega fullyrða, að hún
hefði ekkert til jafns við sig.
Var þá ekki von að hann væri ergilegur, þegar allur hans dýri
skrúði var að engu virtur og nóttin fáskrýdda tekin fram yfir?
Og hann hafði oft heyrt nóttina tala um heimsókn Sigrúnar
og hafði því í þetta skifti hefnt sín svolítið á óréttlæti því, er hún
hafði sýnt honum. En rólega gat hann ekki sofið; hann vissi að
nóttin myndi skýra sér svo gletnislega frá heimsókn þeirri, er hún
ætti í vændum, næst þegar fundum þeirra bæri saman.
Og svo hvarf dagurinn eitthvað út í buskann og brosti um
leið hæðnislega til Sigrúnar. En kveldgolan mjúka og blæþýða
læddist yfir jörðina, svo varlega, eins og hún þyrði ekki að koma
nokkurstaðar við; hvíslaði sætkendum rekkjuljóðum að blómunum,
sem hægt og hægt lokuðu krónu sinni og hölluðu sér til hvíldar
— og kvöldgolan blæþýða lagði sig líka til svefns, en hin hálf-
klædda ágústnótt gekk í hásætið og lét friðarboð ganga út um
alt sitt ríki; boðinu var hlýtt og kyrð og ró hvíldi yfir allri
náttúrunni.
— Pá var það að Sigrún, full af þrá og eftirvæntingu, lædd-
ist upp úr rúminu, stiklaði léttstíg fram bæinn og tók sjal yfir
herðar sér.
Svo fór hún út hljóðlega.
Hana langaði til þess að hlaupa fram í lækjargilið, svo hún
yrði fljót, en kyrðin var svo mikll, að hún þorði það ekki; þorði
naumast að draga andann eðlilega; þessa heilögu ró, sem hvíldi
yfir allri náttúrunni, mátti ekki trufla — hlaut að vera brot á
móti öllum goðmögnum hennar.
Og Sigrún leið fram eftir, að kalla án þess að koma við
jörðina; það var hugurinn, sem var svo léttur, hlökkunin að lesa
bréfið, og allar hinar mörgu og kæru framtíðarvonir, sem lyftu