Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 58

Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 58
5« fullar eftir því, að hún segði þeim til verka, læddust allar í burtu ; þær höfðu ekkert að gera, að minsta kosti ekki að þessu sinni. Pað leið langur tími þangað til gráturinn minkaði og hún gat áttað sig; en þráin að skilja þetta alt saman, finna undirstöðuna að þessum óvæntu fréttum, mýkti ekkann og sefaði grátinn. Æ, því hafði hann gert þetta, unnustinn hennar, sem hún hafði treyst og elskað af öllu hjarta? Pví hafði hann gleymt henni og hætt að elska hana? Pví hafði hann byrlað henni þetta beiskjublandaða full, og borið framtíð hennar þyrna og þistla? Hann, sem var sólin og sumarið og hafði fyrir skömmum tíma helt geislum út yfir líf hennar, og hún hafði vonað að svo yrði eftirleiðis. — Hann Sveinn! Pví hafði hann gert þetta? — Æ, þetta var svo ömurlega kalt og nístandi, að hún gat ekki borið það. — Svo brast gráturinn fram enn þá öflugri en áður, og engin hugsun komst að; brjóstið þandist út og gekk upp og niður með þungum sogum; hjartað var hætt að slá og blóðið í þann veginn að storkna í æðum Sigrúnar. Svo kom ákafur ekki, sem varaði nokkura stund; gráturinn fór að jafna sig, hugurinn að kyrrast og hjartað svolítið að hreyfast. Hvað henni fanst það rólegt að mega deyja þarna, ef hún bara gæti grátið sig í hel; það var eitthvað betra heldur en að vera að flækjast í þessari veröld. Hvað hún skyldi verða ánægð, ef hvammurinn litli, sem hún sat í, vildi rifna í sundur og svelgja hana; þar gat hún leikið sér að minningunum og vonunum, sem hvammurinn hafði að geyma. Hvað varðaði hana um lífið? Ekki neitt. T'að var ekkert líf framar, enginn neisti, sem hægt væri að nota til uppkveikju, þó eldiviður væri nógur. Svo leið langur tími. Sigrún hvíldi í dvala eða leiðslu og vissi hvorki í þennan heim né annan. Það var farið að birta mikið, þegar hún áttaði sig. Hún stóð upp, kreisti bréfið í höndunum og horfði á lækinn. Svo tók hún bréfið og reif það í smástykki; tók svo eitt og eitt stykki, þangað til hún hafði ekkert eftir, og kastaði í lækinn. Og straumurinn tók hvert stykki og fleygði því langar leiðir, þangað til það hvarf sjónum hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.