Eimreiðin - 01.01.1906, Qupperneq 58
5«
fullar eftir því, að hún segði þeim til verka, læddust allar í burtu ;
þær höfðu ekkert að gera, að minsta kosti ekki að þessu sinni.
Pað leið langur tími þangað til gráturinn minkaði og hún gat
áttað sig; en þráin að skilja þetta alt saman, finna undirstöðuna
að þessum óvæntu fréttum, mýkti ekkann og sefaði grátinn.
Æ, því hafði hann gert þetta, unnustinn hennar, sem hún
hafði treyst og elskað af öllu hjarta? Pví hafði hann gleymt
henni og hætt að elska hana? Pví hafði hann byrlað henni þetta
beiskjublandaða full, og borið framtíð hennar þyrna og þistla?
Hann, sem var sólin og sumarið og hafði fyrir skömmum tíma
helt geislum út yfir líf hennar, og hún hafði vonað að svo yrði
eftirleiðis. — Hann Sveinn! Pví hafði hann gert þetta? — Æ,
þetta var svo ömurlega kalt og nístandi, að hún gat ekki borið
það. —
Svo brast gráturinn fram enn þá öflugri en áður, og engin
hugsun komst að; brjóstið þandist út og gekk upp og niður með
þungum sogum; hjartað var hætt að slá og blóðið í þann veginn
að storkna í æðum Sigrúnar.
Svo kom ákafur ekki, sem varaði nokkura stund; gráturinn
fór að jafna sig, hugurinn að kyrrast og hjartað svolítið að
hreyfast.
Hvað henni fanst það rólegt að mega deyja þarna, ef hún
bara gæti grátið sig í hel; það var eitthvað betra heldur en að
vera að flækjast í þessari veröld.
Hvað hún skyldi verða ánægð, ef hvammurinn litli, sem
hún sat í, vildi rifna í sundur og svelgja hana; þar gat hún
leikið sér að minningunum og vonunum, sem hvammurinn hafði
að geyma.
Hvað varðaði hana um lífið? Ekki neitt. T'að var ekkert líf
framar, enginn neisti, sem hægt væri að nota til uppkveikju, þó
eldiviður væri nógur.
Svo leið langur tími.
Sigrún hvíldi í dvala eða leiðslu og vissi hvorki í þennan heim
né annan. Það var farið að birta mikið, þegar hún áttaði sig.
Hún stóð upp, kreisti bréfið í höndunum og horfði á lækinn.
Svo tók hún bréfið og reif það í smástykki; tók svo eitt og eitt
stykki, þangað til hún hafði ekkert eftir, og kastaði í lækinn.
Og straumurinn tók hvert stykki og fleygði því langar leiðir,
þangað til það hvarf sjónum hennar.