Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 59

Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 59
59 Svona hafði það gengið með Svein; hann hafði smámsaman fjarlægst hana þangað til hann hvarf með öllu. Sigrún beit á vörina og hörkudrættir færðust um andlitið. Var það ekki lítilmenska að leggja árar í bát? Átti hún að láta Svein frétta það, að bréfið hefði haft þau áhrif á hana, að hún hefði ekki treyst sér að bera lífið? — Nei, það mátti hún ekki, þó erfitt yrði að glæða þann eld, sem virtist vera sloknaður með öl'u. Pað var of mikið gert fyrir Svein, að láta lífið hans vegna — alt of mikið. Hún hefði getað það fyrir nokkurum klukkustundum, en nú var það of seint. Nei, um að gera að láta Svein frétta það, að henni veittist létt að gleyma honum. Hvað átti hún að fást um það, þó hún hefði einu sinni elskað hann mest allra manna, og virt hann svo mikils, að hún taldi engan hans jafningja? í’að sýndi sig nú hvaða maður hann var. Alt eins víst, hann hafi aldrei elskað hana? I3ó ástarorð hans væru þýð og létu vel í eyrum og atlot hans óaðfinnanleg, þá var eins víst, að það hafi aldrei verið meining hans að elska hana. Hann hafði leikið að ást hennar, sem var svo hrein og fölskvar laus. En hvað var hún að tala um ást framar? Hún átti enga ást lengur — hún var steindauð og engin von að hún yrði vakin upp aftur. Nei, Sveinn varð að vita það — hann varð að frétta það með einhverju móti, að hún hefði partað hjarta sitt sundur, til þess að ganga úr skugga um það, að þar inni leyndist ekkert, sem hann gæti eignað sér. Og lifði hún það, að hún sæi Svein aftur,- þá skyldi hún sýna honum svo mikla fyrirlitningu, að annað eins hefði aldrei þekst áður. Að lifa og starfa, það var það, sem hún átti að gera. Gleyma fortíðinni með öllu. Hún var ekki þess virði, að hennar væri að nokkuru minst. En þegar dagurinn kom, ætlaði hann ekki að þekkja Sigrúnu, þar sem hún stóð í litla bollanum og horfði dreymandi augum fram á lækinn; honum virtist hún svo breytt, að hann gat naum- ast trúað því, að hún væri sama stúlkan, sem hann hafði strítt síðast. Hann var líka að hugsa um annað, sem hann botnaði ekkert í. Nóttin hafði aldréi verið eins undarleg, þegar fundum

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.