Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1906, Page 70

Eimreiðin - 01.01.1906, Page 70
7° auðsætt, að rödd hans er ekkert annað en bergmál af rödd hentiar sjálfrar. Hún vill ómögulega draga neitt úr embættis- gjöldunum, heldur miklu fremur aulca þau. Þar sem prófessorinn í niðurlagi greinar sinnar leitast við að sýna, að ég hafi á alþingi stundum greitt atkvæði með launa- hækkunum, þá er mér enginn ami í því. Það ríður að engu leyti í bága við sparnaðartillögur mínar, þó hann máske haldi það. Þær stefna einmitt að því, að draga úr embættiskostnaðinum með því, að fækka embættunum, að leggja þau embætti niður, sem unt er án að vera. En hitt hefi ég aldrei lagt til, að skera laun þeirra embættismanna, sem við þurfum með, svo við neglur sér, að þeir eigi við sultarkjör að búa. Eg hefi þvert á móti lagt til að hækka laun sumra embættismannanna (t. d. prestanna) jafn- framt og þeim er fækkað. Stefna mín er og hefir ávalt verið: Svo fá embætti, sem unt er að komast af með, en við- unanleg laun handa þeim, sem við þurfum á að halda. Þessi regla hygg ég að verði hollust fyrir þjóðfélagið. Eg skal ekki eltast lengur við prófessorinn og firrur hans, en að lokum geta þess eins, að þyki honum ég hafa verið nokkru tannhvassari i þessu svari mínu, en ég á vanda til, þá vil ég að- eins minna hann á málsháttinn danska: >Som man raaber i Skoven, faar man Svar«. V. G. Ritsj á. JÓNAS GUÐLAUGSSON: VORBLÓM. Æskuljóð. Rvík 1905. Það er ekki stórt kver að tama, rúmar 40 bls. En snoturt er það óneitanlega, hvort sem litið er á letrið og pappírinn eða ljóðin, sem prentuð eru á hann. Það eru vorblóm, sem bæði hafa lit og ilm, og benda því ótvírætt á, að sá jarðvegur, sem þau hafa í vaxið, muni með vaxandi ræktun og hækkandi sól geta framleitt fallegan sumargróða. Þegar þess er gætt, að þetta eru æskuljóð 18 vetra unglings, kveðin á skólaárum hans (einum 3 árum), þá má ekki vega þau á sömu vog og verk fullþroskaðra manna. Menn búast ekki við neinum meistaraverkum af mönnum á þeim aldri. Og sumir eru jafnvel fyrir- fram svo sannfærðir um, að kvæði jafnungra manna geti ekki haft

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.