Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 71
7*
neitt verulegt skáldlegt gildi, að þeim dettur ekki í hug að líta við
þeim, enda verður það ekki varið, að oft hafi þeir lítils í mist við það.
En vorblómin hans Jónasar eru sannarlega þess verð, að við
þeim sé htið. í’að er óvanalegt að sjá svo snemmsprottinn gróður
með jafnlitlum bernskumörkum. Í’ví sannast að segja höfum vér ekki
fundið þá æskugalla á þessum ljóðum, sem vér að sjálfsögðu bjuggumst
við hjá svo ungum höfundi. En æskukosti höfum vér þar fundið
marga, hita og fjör og lifandi frelsisþrá og ættjarðarást. Og eigi all-
sjaldan er svo haglega slegið á tilfinningastrengi lesandans, að manni
verður ósjálfrátt að hugsa: Svona getur sá einn slegið, sem hefir
neistann, sem er efni í skáld. V. G.
Z. TOPELIUS: SÖGUR HERLÆKNISINS. II. ísaf. 1905.
f’etta er annað bindið af sögum þeim, er getið var um í Eimr.
XI, 151—3 og hefir það alla hina sömu kosti og fyrsta bindið. Eru
í því sögur írá dögum Karls X. Gústafs og Karls XI. Svíakonunga,
og allri bókinni skift í 3 meginþætti (»Maður hafnar hamingju sinni«
— »Galdrakonan« — »Mæníemíhöllin«) og svo hverjum þætti aftur í
smærri kafla með sérstakri fyrirsögn. En öll bókin þó í rauninni ein
samanhangandi saga og eins konar áframhald af 1. bindinu. Bókin
er ljómandi skemtileg og þýðingin góð, þótt líkir gallar séu víða á
orðaskipun og getið var um við 1. bindið. Prófarkalesturinn er og nú
betri, þótt gallar séu á enn, einkum ósamræmi í stafsetning og sam-
sett orð stundum slitin í sundur óþægilega, og eins setningar með
punkti í stað kommu (t. d. bls. 134). Utlend orð eru og rangfærð
(t. d. majirem f. majorem 51, kene f. keine 300, Palesmó f. Palermó
391). Skrítið er og að menn skuli ekki kunna að beygja orðin móbir
og systir (t. d. móbir mína f. móður mína 17 og systur mín f. systir
mín 161). Fleira mætti til tína.
En unun er að lesa bókina og óhætt er mönnum þess vegna að
kaupa hana. V. G.
GUÐM. MAGNÚSSON: FERÐAMINNINGAR. Rvík 1905.
Eins og kunnugt er veitti alþingi 1903 skáldinn Guðm. Magnús-
syni nokkurn ferðastyrk til útlanda og í Danmörku tókst honum að
fá nokkra viðbót við hann. Fyrir þennan styrk ferðaðist hann svo til
Hafnar og þaðan um í’ýzkalan.d, Sviss og England. Frá þessu ferða-
lagi skýrir hann nú í þessum »Ferðaminningum« sínum og lýsir því,
sem fyrir augun bar, hvernig honum leizt á það og það, hvað honum
þótti merkast og tilkomumest o. s. frv. Aftan við bókina eru og nokkur
lagleg kvæði, sem hann hefir ort á ferðum sínum og eitt líka framan
við hana.
Ferðasaga þessi er skipulega samin og allfjörlega rituð, svo að
skemtilegt er að lesa hana, og fróðleik hefir hún mikinn inni að halda.
Er auðsætt, að höf. hefir brúkað vel bæði augu og eyru og gert sér
far um að hafa sem mest gagn af ferðinni. Um það getur sá vel
borið, er þetta ritar, sem komið hefir á hér um bil alla sömu staðina
(nema Sviss). En honum tekst líka vel að segja frá, og málið og stíll-
inn á bókinni er í svo góðu lagi, að furðu gegnir eftir mann, sem