Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 75
75
«rreina frá því hér. Getum þess að eins, að höf. finst sem hann sé kominn út fyrir
siðmenninguna, er hann kemur heim, og gerir sér heldur litla von um framtíð lands-
ins. En ekki er vert að gefa mikinn gaum að fleipri erlendra snápa, sem heim-
sækja ísland, enda ber bókin vitni um yfirborðsþekking og lausalopavit. T. d. hefir
hann ýmsar vitleysur eftir einhverjum dr. Pudor, er verið hefir heima, og eru þær
sumar ekki sem fallegastar, og óneitanlega eru þær íslandi til alls annars en sóma,
ef sannar væru, svo sem er hann segir, að landsbúar láti hundana sleikja matarílátin
í stað þess að þvo þau, og þar fram eftir götunum. Annars finst honum mikið til
um náttúru og fegurð landsins. En lízt hörmulega og fátæklega á fólkið, nema
kvennfólkið í Reykjavík lítur hann hýrum augum. Og peysubúningurinn þykir hon-
um blátt áfram og snotur, svo ljótur og skrípalegur sem hann er þó. Ymsa íslend-
inga minnist hann á. Bjarna frá Vogi hitti hann í Reykjavík og gerir orð á því,
hve vel hann mæli þýzka tungu. Matthías prest hitti hann á Akureyri, er tók hon-
um með virtum — og segir æfintýri og kynjasögur af honum svo sem það, að síð-
asta skildinginn gefi hann jafnan fátækum — og þegar svo ber undir, er hjartað
alt af sterkara skynsemi klerks. Heilmiklar tröllasögur hefir hann og eftir Pudor
um Einar Benediktsson.
Eitthvað virðist hafa verið talað um bók þessa í þýzka heiminum. Ritdómur
er um hana í »0sterreichisch-Ungarische Revue« (XXXII, 3—4), og heldur ritdóm-
arinn, að hann geri ofmikið úr menningu vorri, en lýkur að öðru leyti miklu lofi á
bókina — og er ritdómarinn ærið fjandsamlegur í garð vorn, sem stafar af fáfræði
hans, enda hefir hann ekki meiri hugmynd um ísland en danskir blaðamenn al-
ment — og er þá langt til jafnað. S. G.
UM ÍSLAND OG ÍBÚA Í*ESS (»Island und seine Bewohner«) hefir dr. E. Mogk,
prófessor í Leipzig, ritað alllanga ritgerð í »Geographische Zeitschrift« XI, 11, og
er liún, eins og vænta mátti af honum, skrifuð bæði af mikilli þekkingu og góðvild
í okkar garð. því próf. Mogk er enginn nýgræðingur að því er íslenzk og norræn
fræði snertir. Síðan Konr. Maurer leið er hann sjálfsagt mesti norrænufræðingurinn
á þýzkalandi, sem bókmentasaga hans og goðafræði o. fl. bera bezt vitni um. Pað
er því mikið varið í, er slíkir menn verða til að rita um land vort, því bæði er tekið
eftir því, sem þeir skrifa, og ekki hætt við, að þeir fari með neitt bull, eins og
margir af ferðamönnum þeim, sem hingað koma og þykjast um alt geta dæmt, þótt
þeir í rauninni viti svo sem ekkert um land vort og þjóð.
UM ÍSLENZKA BÆNDABÆI (»Úber den islándischen Bauernhof«) hefir frí-
herra v. Jahden ritað stutta, en laglega grein í »Mitteilungen der Anthropologischen
Gesellschaft in Wien« (XXXIV, 6), með 4 myndum.
SÉRSTAKT ÍSLANDSNÚMER var í fyrra sumar (1905) gefið út af hálfsmán-
aðartímaritinu »Aus fremden Zungen« (XV, 13) handa þeim, sem tóku þátt í íslands-
ferð Hamborgarlínunnar. Er þar fyrst þýðing á hinu fagra kvæði Holg. Drachmanns
til íslands, sem grentað er framan við leikrit hans »Hallfreð vandræðaskáld«, og þar
næst þýðingar á kvæðum eftir Gröndal, Stgr. Thorsteinsson, Pál Olafsson, Sigurð J.
Jóhannesson og Hannes Hafstein. Seinna í heftinu er alllöng grein með fyrirsögn-
inni »íslendlngar og bókmentir þeirra« og er hún prýdd mörgum og góðum mynd-
um af búningum, byggingum, fossum og öðrum landslagsmyndum. Eru bæði þýð-
ingarnar og greinin eftir stjórnarráð J. C. Poestion, og er þá óhætt að segja, að sá
hafi verið tilfenginn, er færastur var. — í »Neue Hamburger Zeitung« (6. og 8. júlí