Eimreiðin - 01.01.1906, Síða 76
;6
1905) hefir sami höf. og ritað langa grein til að fræða íslandsfarana um land vort
og Þjóð (»Notizen zu den bevorstehenden Islandsfahrten«), svo að þeir hafa ekki
komið hingað alveg bláir.
UM GERMANSKAR HOFRÚSTIR Á ÍSLANDI (»Germanische Tempelruinen
auf Island«) hefir próf. A\ Meissner í Göttingen haldið sérlega fróðlegan fyrirlestur
í vísindafélagi einu þar í bænum (21. jiílí), sem prentaður er, eða útdráttur úr hon-
um, í »Göttinger Zeitungc 12. ág. 1905. Er þar fyrst alment yfirlit yfir goðadýrkun,
blót og vé hjá öllum germönskum fornþjóðum, og síðan um blót og hof á íslandi
sumpart eftir lýsingum í sögum vorum og sumpart eftir fornmenjarannsóknum þeim,
er gerðar hafa verið á hoftóftum hér á landi. Segir hann, eins og satt er, að enn
sé ekki unt að komast að fastri niðurstöðu um það, hvernig hofin hafi verið, og sé
því áríðandi, að allar þær hoftóftir, sem menn þykjast af vita, séu sem bezt og
rækilegast rannsakaðar. Vér viljum ráða stjórn Fornleifafélagsins til að fá þennan
fyrirlestur prentaðan á íslenzku í Árbók sinni, því hann mundi mörgum þeim kær-
kominn, sem slíkum rannsóknum unna.
UM RANNSÓKNIR Á RADÍUMSMAGNI ÍSLENZKRA HVERA og á argon
og helíum í íslenzku hveralofti (^Undersogelser af nogle islandske varme Kilders Radio-
aktivitet og af Kildeluftartemes Indhold af Argon og Helium«) hafa þeir prófessor
K. Prytz og cand. mag. Porkell Porkelsson skrifað ritgerð í »Oversigt over det kgl.
danske Videnskabernes Selskabs Forhandlinger« 1905 (nr. 4) og eru í henni margar
myndir tii skýringar því, hverri aðferð hafi verið beitt við rannsóknirnar. En fremur
virðist árangurinn af þessum rannsóknum að hafa orðið lítill, að því er snertir að
finna þau efni og eiginleika, er eftir var leitað, enda rannsóknarefnin af helzt til
skornum skamti og ekki frá nógu mörgum hverum. V. G.
UM ÁTRUNAÐ LAPPA og skyldleik hans við norrænan átrúnað í fornöld
hefir dr. Axel Olrik ritað góða grein í tímaritinu »Danske Studier« (1905, 1. h.).
í sama riti (2. h.) er grein um leifar af sóldýrkun í Noregi eftir Ivar
Mortensson, með athugasemdum eftir dr. Olrik.
í 3. hefti er enn ritgjörð eftir dr. Ax. Olrik um Þór og förunaut hans
(»Tordenguden og hans Dreng«). Leitast hann þar við að sýna, hvernig förunautur
sá kemur fram í tvennum gervum (Pjálfi og Loki), er goðsagnirnar breyta og full-
komna. Kemur höf. þar víða við, bæði í Eddu og utan hennar.
í*ar er og grein eftir V. la Cour um rannsóknir Ebbe próf. Hertzbergs á knatt-
leikjum fornmanna.
ÍÞá er þar loks (í 4. hefti) sögulegt yfirlit yfir norrænar örnefnarann-
sóknir (mest um dönsk bæjanöfn) eftir Marius Krisiensen. Par eru nefnd nokkur
ísl. örnelni, og er leitt að rekast þar á sömu ónákvæmnina og víðast á sér stað, þar
sem Danir fara með íslenzk orð. Er það því verra og meira með ólíkindum, hve orð
eru afskræmd, er lærðir menn fjalla um og hafa fyrir sér bækur hvervetna.
A. B.