Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 1
Sjálfstæðismálið 1907.
í*að virðist ekki illa viðeigandi um þetta skeið, er sjálfstæðis-
mál íslands er og hlýtur að verða — hver veit hve lengi — efst á
dagskrá þjóðarinnar, að gera sér nokkra grein fyrir aðaldráttunum
í hreyfingu þeirri, sem fram hefir farið á síðasta ári — árinu 1907,
er talið mun verða merkisár í íslenzku þjóðlífi, þar eð á því hefir
þessu máli fleytt mest fram um langan aldur. Stendur nú til af
okkar hálfu að gera enn eina atrennu, vonandi þá síðustu, til þess
að ná samkomulagi um viðurkenningu á okkar rétti við þann
aðilann, er við eigum í höggi við í þessu efni, Dani; en þeim
mönnum, er koma fram sem gerðir út af þjóðinni, þarf að vera
sem allra ljósastur vilji hennar, og er því ekki rétt að láta undir
höfuð leggjast að skýra kröfurnar sem bezt að unt er; eigi sízt
vegna þess, að bólað hefir á nokkrum misskilningi hjá ýmsum,
þegar málið hefir borið á góma. —
Tvö orð, framar öðrum, vóru allan fyrri helming ársins 1907
{ hvers manns munni, þeirra er um stjórnmál ræddu. Pað vóru
orðin: Frjálst sambandsland. Fau vóru þó komin frá árinu
1906 og áttu upptök sín í »ávarpi« því um sambandsmálið, er
ritstjórar flestra ísl. blaða sendu út seint á því ári; en orsökin til
þess, að þetta ávarp kom út, var, auk annars, ráðagerðin um
samningaleitun við Dani, er fæðst hafði í þingmannaförinni þá um
sumarið. Ávarpið var leiðbeining til þjóðarinnar um það, hverju
bæri að halda fram í sjálfstæðismálinu, og jafnframt heit undir-
skrifenda um að berjast fyrir þessum kröfum. Þessi tvö orð eru
nú reyndar að hugmyndinni til miklu eldri í frelsispólitík íslend-
inga, eldri en þessi síðasta samningahugmynd, og eldri en ávarpið
þar af leiðandi. Sama hugmyndin kemur fram um þjóðfundinn
1851 og undir 1870 (sbr. Jón Sigurðsson). En að þessu sinni, á
6