Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 4

Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 4
84 stöðu allir saman, þeirri einu niðurstöðu, er nokkuð sjálfstæðis- pólitískt vit er í, og gerðu heyrum kunnugt, að slíkværi merking ávarpsins. Og ekki verður annað séð, en að hinir reglulegu ávarpsmenn hafi fylgt þessari stefnu síðan og haldið henni fast fram. Er með þessu, að eigi litlum mun, breytt yfir »bresti« ávarpsins, sem síðan má telja sjálfstæðis-ávarp. Nokkru eftir útkomu blaðamanna-ávarpsins birtu 20 þingmenn stjórnarflokksins, þar á meðal þeir, er skrifað höfðu undir ávarpið (sem blaðamenn) með fyrirvara um áðurnefnt atriði, »yfirlýsing« (17. des.) um það, að þeir (þrátt fyrir ávarpið) héldu sér við »þann samkomulags-grundvöll, sem þingmenn af öllum flokkum komu sér saman um í Danmerkurförinni«, ennfremur, að þeir væru eigi samþykkir fyrsta þingmanni Árnesinga (ritstj. Pjóðólfs), sem ritaði undir ávarpið fyrirvaralaust. Hver sá »grundvöllur«, ná- kvæmlega tiltekinn, hafi verið, sem »lagður‘ var í þingmannaför- inni til Danmerkur, er víst engum til fullnustu ljóst enn þá; en víst var: I fyrsta lagi, að það var enginn s jálfstæðisgrundvöllur, og í öðru lagi, að enginn af Danmerkurförunum gat bundið þjóð- ina til fylgis við hann, enda hefir ekki heldur það komið fram, að þeir hafi einu sinni »bundið« sjálfa sig, þótt þeir hreyfðu lauslega ýmsum atriðum »sambandsmálsins« á skemtiferðalagi. Lítið mark varð því að þessari yfirlýsingu, og ávarpsmenn stjórnarmegin virt- ust (eftir ýmsum orðum þeirra að dæma), er á leið veturinn, ekki fráleitir því, að hagræða skoðunum sínum eftir því sem málið ræddist og skýrðist. þannig var ástatt orðið um sjálfstæðis-skoðanir hinna leið- andi manna í flokkunum, er vora tók 1907; en að ástandið var þó komið í þetta horf, er alls ekki var óvænlegt, úr því sem var að ráða, var mestmegnis að þakka hinum greinilegu umræðum um málið, er ýmsir menn lögðu skerf til og vikið skal að síðar. Svo sem ráðið verður af framanskráðu, mátti skilja orðin »frjálst sambandsland« á tvennan hátt, — en ekki heldur, í grundvallaratriðinu, nema tvennan: Sambandsland er hugsanlegt í ríkinu og »frjálst« getur það kallast (með hinni teygjanlegu merk- ingu þess orðs), að svo miklu leyti sem það er ekki kúgað, þrælkað eða þvíuml. En með þessum skilningi, að Island sé frjálst sambandsland í ríkinu danska, er fallist á innlimunina, og með samningum á þeim grundvelli er hún viðurkend lögformlega. Pvi að land í ríkinu er = innlimað í ríkið. Pessvegna var sjálfsagt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.