Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Side 9

Eimreiðin - 01.05.1908, Side 9
89 sambandsríki (Gamli sáttmáli), ella telur fundurinn fullan aöskilnaö Islands og Danmerkur ekki einungis færa leið, heldur jafnvel hina æskilegustu«. Ályktun Reykjavíkurkaupstaðar á Pingmálafundi 22. júní (144 : 33): »Fundurinn krefst þess, að væntanlegur sáttmáli um sam- band Islands og Danmerkur byggist á þeim grundvelli einum, að ísland sé frjálst sambandsland Danmerkur og hafi fult vald yfir öllum sínum málum og haldi fullum fornum rétti sínum samkvæmt Gamla-sáttmála, en mótmælir harðlega allri sáttmálsgerð, er skemmra fer. Sjálfsagða afleiðing af þessu telur fundurinn, að íslenzk mál verði ekki borin upp fyrir konungi í ríkisráði Dana.« [Sérstakur fundur stjórnarflokksmanna einna 30. júní krafðist þess, að haldið yrði fram »sem fylstum kröfum um sjálfstæði landinu til handa®.] Ályktun ísafjarðarkaupstaðar 1. júní var áþekk Akur- eyrarályktuninni. Auk kaupstaðanna fjögra samþyktu eftirfarandi sýslur nokk- urnveginn hrukkulausar sjálfstæðisályktanir:1) Árnessýsla 21. og 22. júní (samskonar ál. og í Rvík.). Rangárvallasýsla 17. júní (»frj. sbl. eins og við Noreg eftir Gamla-sáttmála, með fullveldi yfir öllum sínum málum« o. s. frv.). Vestur-Skaftafellssýsla. Austur-Skaptafellssýsla 4. apr. (tjáir sig samþ. blaðam. áv., en andmælir yfirlýsing >hinna 20«; krefst þess, að haldið verði fram, að ísl. sé »frjálst sambandsríki Danm.«). Suður-Múlasýsla 15. og 22. júní (annar fundurinn: »Frj. sbl. við Danm. eins og við Norveg eftir Gamla-sáttmála, með fullveldi«; hinn: »Alfrjálst sbl. Danm. . . . þegnrétturinn að- greindur«). Skagafjarðarsýsla (3 fundir í júnímán. kröfðust viðurkenningar á landinu sem sambandsríki). Húnavatnssýsla (3 fundir. Á einum: »Sambandsríki« — »Gamli-sáttmáli«, þar af leiðandi »sjálfsagður fáni, þegnréttur aðgreindur, ríkisráðssetan af- numin«, atkv. 28 : 10; á hinum 2: Frj. sbl. . . . Gamli-sáttmáli, 13 : 9 og 26:3). Norður-ísafjarðarsýsla (blaðam. áv.). Barða- x) Hér er farið eftir skýrslum þeim, er blöðin »Lögrétta«, »Isafold«, »IJjóð- ólfur«, »Ingólfur« og »Norðurland« fluttu jafnóðum og fundirnir vóru haldnir. I sumum sýslum hafa ef til vill verið gerðar fleiri samþyktir en birtar vóru, en það raskar naumast aðalútkomunni. Um nokkur af héruðunum er höf. persónul. kunnugt. HÖF.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.