Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 11
9i
land alt í fánamálinu, sem er einn þáttur sjálfstæðismálsins.
Var þess krafist, ekki aðeins í kaupstöðunum og sýslunum, heldur
og víða í hreppi hverjum (fyrir forgöngu Stúdentafél. í Rvík. og
Ungmennafél. Ak.), að ísland tæki sér og viðhefði eigin fána. —
Um veturinn höfðu raddir úr ýmsum áttum látið til sín heyra
um, að þingrof færi fram og nýjar kosningar, áður en samninga-
nefnd yrði valin úr flokki þingmanna. Urðu þessar kröfur allhá-
reystar um tíma, en er útséð var um, að stjórnin mundi sinna
þeim, varð það (auk þess sem vanþóknunaryfirlýsingar vóru sam-
þyktar á vorfundum víða) að samkomulagi meðal ritstjóra ávarps-
blaðanna (»fyrirvara«lausu), að stofnað skyldi til Þingvallafundat’
um sumarið, svo að vilji þjóðarinnar næði að koma sem skýlaus-
ast fram. Birtu þeir síðan fundarboð 4. maí, þar sem skorað var
á þjóðina að senda fulltrúa, sem flesta, á fund að Pingvöllum þ.
29. júnímán.
Fulltrúakosningar í héruðum fóru fram ýmist í sambandi við
landsmálafundina eða á sérstökum fundum. Lyktirnar urðu þær,
að allar sýslurnar (og kaupstaðirnir), nema Strandasýsla og
Vestmanneyjasýsla, sendu fulltrúa, langflestar fleiri en einn, sumar
marga. Pví sem næst allir hinna kjörnu komu á fundinn.
Hluttakan var þessi:
Fyrir Reykjavíkurkaupst. vóru kosnir /y aðalfulltrúar, y vara-
fulltrúar. Akureyrarkaupst. 4 (þar af 2 kosnir á alm. fundum, 2
af fjölmennu fél.). Seyðisfjarðarkaupst. 2, ísafjarðarkaupst. 1.
Árness. 14 (þar kusu 13 hreppar). Rangárvallas. 8 (5 hreppar).
V.-Skaftafellss. 4 (5 hr.). Au.-Skaftafellss. 1 (1 hr.). S.-Múlas. 1
(1 hr.). N.-Múlas. 3 (3 hr.). N.-fingeyjars. 1 (1 hr.). S.-Ling-
eyjars. 1 (1 hr.). Eyjafjarðars. 1 (1 hr. og fél.). Skagafjarðars.
8 (12 hr.). Húnavatnss. 6 (8 hr.). N.-ísafjarðars. 2 (4 hr.). V.-
Isafjarðars. 3 (3 hr.). Barðastrandars. 4 (7 hr.). Dalas. 3 (4 hr.).
Snæfellsness. (og Hnappadals) 6 (6 hr.). Mýras. 4 (5 hr.). Borg-
arfjarðars. 2 (3 hr.). Gullbringu- og Kjósars. 11 (9 hr.). Voru
þannig alls kosnir 104 aðalfulltrúar og 4 varafulltrúar. — Forföll
bægðu frá fundinum: 6 fulltrúum úr Rvík., 1 af Akureyri, úr
Árness. 2, V.-Skaftafellss. 1, N.-Múlas. 3, Barðastrandars. 1. Alls
sóttu fundinn 92 fulltrúar, og höfðu 2 þeirra fleiri umboð en eitt
(kosnir á fleirum stöðum).
Pjóðfundur þessi var haldinn á tilteknum degi, og þar sem
gerðir hans munu óhjákvæmilega, í meðferð málsins i framtíðinni,