Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Page 12

Eimreiðin - 01.05.1908, Page 12
92 veröa taldar meðal undirstöðuhellnanna í hinum íslenzku kröfum, eins og þær eru fluttar nú á dögum, skal farið um þær nokkrum orðum. Allir fulltrúar fundarins vóru í höfuðatriðum sammála — þegar áður en á fundinn kom; þeir vóru allir sjálfstæðismenn. Pess- vegna fékk tillaga nefndar þeirrar (7 manna), er fundurinn kaus til að orða ályktun í málinu, atkvæði allra fulltrúanna. Samþyktin, sem er einbeitt sjálfstæðisályktun, er svolátandi: »a. Fundurinn krefst þess, að væntanlegur sáttmáli við Dani um afstöðu landanna sé gerður á þeim grundvelli einum, að Is- land sé frjálst land í konungssambandi við Danmörku, með fullu jafnrétti og fullu valdi yfir öllum sínum málum. En þeim sáttmála má hvor aðili um sig segja upp. — Fundurinn mótmælir allri sáttmálsgerð, sem skemmra fer, og telur þá eigi annað fyrir höndum en skilnað landanna, ef eigi nást slíkir samningar, sem nefndir voru. b. Fundurinn telur sjálfsagt, að Island hafi sérstakan fána, og felst á tillögu Stúdentafélagsins um gerð hans. c. Fundurinn krefst þess, að þegnréttur vor verði íslenzkur.« Pað, sem menn einna fyrst taka eftir, er að gleggra er að orði komist í þessari ályktun um sambandið milli landanna en í hávaðanum af þeim samþyktum, er áður höfðu verið gerðar; en efnið er vitanlega hið sama. Hér stendur ekki »sambandsland«, heldur það sem skýrara er: »Frjálst land í konungssambandi við Danmörku«, svo að enginn skyldi ganga þess duldur, að það eina samband (pólitiskt), sem til greina kæmi, væri persónu- samband (Personalunion), en svo nefnist samband milli tveggja (eða fleiri) ríkja, er réttarlega hafa konunginn einan sameigin- legan1). Til frekari skilningsauka er sett: »með fullu jafnrétti og fullu valdi yfir öllum sínum málum«, en það er, eins og skýrt hefir verið frá, aðaleinkenni hinna óháðu landa, ríkjanna. Par sem (tveir) jafnfrjálsir aðilar semja, verður sáttmálinn upp- segjanlegur (eftir nánari ákvæðum) á báðar hliðar. Petta er grundvöllurinn, grundvöllur sáttmálans, sá eini grundvöllur, er fundurinn telur heimilt að semja á. Út fyrir hann, Islendingar viðurkenna því konunginn. Annars má benda á það hér, að hið svonefnda málefnasamband (Realunion) milli ríkja er tíðast einungis það ástand, sem persónusambandið birtist í, — en ríkin halda áfram að vera í persónusambandi að rétti til, þótt þar við bætist málefnasamband eftir samningi. HÖF.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.