Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Page 14

Eimreiðin - 01.05.1908, Page 14
94 ingsm. ekki eiga: að orðið ríki yrði felt (en til þess vóru allar líkur), og tók hann því till. undan atkvæðagreiðslu, um leið og hann skýrði frá, hvers vegna það virtust heppilegustu úrslitin. Hér var sem sé um engan efnismun að tefla, heldur aðeins orða- mun, sem ekki var rétt að gera að sundrungaratriði í málefni, er skiftir æðstu velferð lands og þjóðar; og á málefnið litu allir fulltrúarnir sömu augum. Pótt þessar breytingar kæmust þannig eigi að, ávanst þó með tillögunni og skýringum þeim, er henni fylgdu, að mörgum fundarmanna var það vafalaust ljósara eftir en áður, hvað það í raun og veru var, sem þeir samþyktu, og eins varð hún tilefni þess, að hátíðlega var lýst yfir því fyrir nefndarinnar hönd, að vísvitandi væri með orðum ályktunarinuar átt við ríki og ekkert annað, og samþyktist allur þingheimur þvi. Verður að telja það nokkurs virði, enda þótt orðin, eins og þau eru í ályktuninni, hljóti að skiljast á þessa leið, að vita með vissu, að einmitt það var og hyggja samþykkjenda, — því að borið hefir það við, að »mál« hefir eftir á verið skýrt öðruvísi en »hugur« vildi! Pað er að vísu dálítil ráðgáta, sálfræðilegs efnis, hvers vegna þjóðfundarfulltrúarnir allir gátu ekki orðið á eitt sáttir um að taka upp í ályktunina orðið »ríki«, þar eð þeir þó meintu það og báru fram, þótt með öðrum orðum væri (orð ál. eru í sjálfu sér »skilgreining« á hugmyndinni). Fullgildar ástæður komu ekki greinilega fram, en sú líklegasta af þeim, sem ráða mátti í, að vekti fyrir j»msum, var sú, að samræminu við aðrar tillögur landsmanna væri betur haldið með orðunum _»frjálst land« o. s. frv., því að í flestum þeirra var komist líkt að orði; menn munu hafa verið þeirrar skoðunar, að það veitti ályktuninni meiri kraft sem kominni beinlínis frá hjarta þjóðarinnar. Getur og verið, að þessi hugsun hafi við töluvert að styðjast. En hin mesta fjar- stæða er, að ætla nokkrum þeirra, að þeim hafi í alvöru getað komið til hugar, að þetta orðalag mundi »hyggilegra gagnvart Dönum«, því að svo er ályktunin að öðru leyti skorinorð, að engum misskilningi getur hún valdið. Síðan er Pingvallafundurinn var haldinn hafa íslendingar eigi gert ályktanir í þessu máli, en rætt hefir það verið að kalla má að staðaldri, sérstaklega þó við heimsókn konungs síðasta sumar, er hann skipaði menn í »sambandsnefnd«. (7 Islendinga og 13

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.