Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Page 17

Eimreiðin - 01.05.1908, Page 17
97 II. Viö fjallanna rót er hin fjölmenna borg í feigð-hjúpi svælunnar vafin. Og hjarta mitt glúpnar af sárustu sorg, að sjá þarna mannlífin grafin. — Hún brennir í sál mína beiskjunnar kjör, sem bölglott á helkaldri fjandmannsins vör. Sem brennimerkt sakleysi bitrustu smán, er borgin á náttúru löndum. — Og turnarnir hefja sig hátt yfir Rán, sem hræða á marflötum ströndum. — Með flaggstöngum háum: — vor kúgun og kvöl -— með krossunum lágum: — vort eilífa böl. Pitt volduga musteri, höll þín og hof, er hvítfágað saklausra blóði, og duft yrði skraut þitt og dómur þitt lof, ef dæmdi sá réttvísi og góði. — Pitt brauð er úr líkömum bræðranna smá, — þinn brunnur er társtraumar ekkjunum frá. Í’ví hér, — þar sem gull-kapp og auðlegöin ein er æðsti og sannasti réttur, — ei gilda hin sárbitru sannleikans kvein, ef sjóðurinn verður of léttur. — Á himni og jörðu — í helvíti ei — er hjálpin þér bönnuð — sagt þúsundfalt nei. Pú auðvald ert bölvun, sem blekkir vort líf og banvæna tæringu elur, því gull þitt er lastanna’ og lyginnar hlíf, sem lausnara mannkynsins selur í kvalara hendur, á krossinn, á bál, og kúgar í fangelsum drenglynda sál. Pú kviksetur frelsið og kallar á stjórn og kirkju í gröfina’ að moka. —

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.