Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Page 18

Eimreiðin - 01.05.1908, Page 18
98 Á altari þínu er alþýðan fórn, sem augunum reynir að loka, svo sjái hún ekki sitt svívirta barn, sem sendir þú nöktu á spillingar-hjarn. En vilji svo einhverjir andmæla því, sem auðlögin kóng-hollu bjóða, þá verða þeir pyntaðir varðhaldi í sem váféndur »kristinna« þjóða, unz gálginn að síðustu gefur þeim líkn, þá geta þeir skilið að — pögnin er sýkn. Hér sjáum vér f)öldann — þá »myrkranna makt«, — þann markaða sauðskepnu grúa —• sem hornin og ullina »inn hefir lagt« og auðsveipur reynir að trúa: að það sé þú drottin'n, sem þerrar öll tár, er þrælkunin endar og lykjast öll sár. Vér skiljum ei Krist og hans kærleikans mál því kirkjan ei jafnrétti skeytir. Og lýðurinn þrælbundni líkam’ og sál og land sitt í okrarann reytir. En stjórnin frá hásæti styður vort böl. — Hún stofnsetur örbirgð og framleiðir kvöl. Ó, lýður! ó lýður! Sjá, ljós brýzt þinn stig! Hví lýsturðu’ ei fjötrana í mola! En —- til hvers er annars að tala við þig, þú trúgjarna, margþjáða rola? — Eg held næstum, sjálfur þú bindir þín bönd, og blundir hvað sætast með járnin á hönd. Og ef að þú vaknar, þá verðurðu ær, og veltir þér hamslaus í blóði. Og blindni þín feigð-sprota frelsinu ljær, unz fellir þig stormurinn óði. —

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.