Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Side 21

Eimreiðin - 01.05.1908, Side 21
IOI náttúrufræði, þó þeir á seinni hluta 18. aldar alment hefðu áhuga á þeim vísindum. Pað kvað svo ramt að þessu, að grasafræð- ingurinn J. W. Hornemann talar 1840 um »Islændernes ubegribe- lige Ulyst til Naturbetragtninger*, enda voru náttúruvísindi þá ekki heldur kend í neinum íslenzkum skóla. Áhugi Jónasar á náttúrufræði var því ekki vakinn af neinum öðrum heima á ís- landi, hann skapaðist hjá honum sjálfum, og svo voru þá ágætir náttúrufræðingar við háskólann, sem hann fljótt komst. í kynni við. Pegar Jónas hafði lokið undirbúningsprófum við háskólann tór hann að stunda náttúrufræði af miklu kappi, einkum dýrafræði; jarðfræði lærði hann af sjálfri náttúrunni á íslandi. Hann tók þá þegar að skrifa alþýðlegar ritgjörðir á íslenzku um náttúrufræði, til þess að gjöra landa sína þess aðnjótandi, er hann sjálfur hafði mesta nautn af. Pessar alþýðlegu ritgjörðir eru ágætlega af hendi leystar; þó efnið nú sé að miklu leyti úrelt, þá er málið á þeim svo fagurt, að enn er unun að lesa þær; Jónas ritaði svo lipurt og ljóst um torskilin efni, að fáir eða engir hafa getað við hann jafnast. Jónas varð oft að smíða ný orð, og þau eru svo fögur, að ekkert ber á þeim, og láta svo vel í eyrum eins og þau hefðu skapast í málinn fyrir mörgum öldum. Jónas Hallgrímsson ritar þá um íslenzka fugla, um eðli og uppruna jarðar, um eðlishætti fiskanna, um flóð og fjöru o. fl., og þýðir stjörnufræði Úrsíns. Pýðing þessi er snildarverk og var hún víst mikið lesin á íslandi og ætti það skilið enn. Á árunum 1840—50 höfðu margir al- þýðumenn gaman af stjörnufræði, og sumir jafnvel víðtæka þekk- ingu í þeirri grein; þetta var fyrst og fremst að þakka Birni Gunn- laugssyni, sem gaf út leiðarvísi til að þekkja stjörnur og orti Njólu, sem prentuð var í þrem útgáfum, — og svo stjörnufræði Jónasar. Pessi stjönufræðis-áhugi er nú fyrir löngu kulnaður út. Á árunum 1835—38 var Jónas Hallgrímsson heilsuhraustur og vann þá mest; aðalefni þess, er hann ritaði, mun vera samið um þær mundir. Pegar á alt er litið, var það alls ekki svo lítið, sem Jónas af- kastaði á fám árum; starftími hans var stuttur, hann varð skamm- lífur og heilsan bilaði snemma. Pað er auðséð, að Jónas Hallgrímsson hafði hugsað sér að gjöra rannsókn íslands að lífsstarfi sínu, og á árunum 1837—38 er hann búinn að leggja niður fyrir sér, hvað hann ætlaði að gjöra, og áform hans koma þá í ljós. Jónas vill sjálfur ferðast um alt ísland og rannsaka það; því næst ætlar hann að rita stóra

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.