Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 21
IOI náttúrufræði, þó þeir á seinni hluta 18. aldar alment hefðu áhuga á þeim vísindum. Pað kvað svo ramt að þessu, að grasafræð- ingurinn J. W. Hornemann talar 1840 um »Islændernes ubegribe- lige Ulyst til Naturbetragtninger*, enda voru náttúruvísindi þá ekki heldur kend í neinum íslenzkum skóla. Áhugi Jónasar á náttúrufræði var því ekki vakinn af neinum öðrum heima á ís- landi, hann skapaðist hjá honum sjálfum, og svo voru þá ágætir náttúrufræðingar við háskólann, sem hann fljótt komst. í kynni við. Pegar Jónas hafði lokið undirbúningsprófum við háskólann tór hann að stunda náttúrufræði af miklu kappi, einkum dýrafræði; jarðfræði lærði hann af sjálfri náttúrunni á íslandi. Hann tók þá þegar að skrifa alþýðlegar ritgjörðir á íslenzku um náttúrufræði, til þess að gjöra landa sína þess aðnjótandi, er hann sjálfur hafði mesta nautn af. Pessar alþýðlegu ritgjörðir eru ágætlega af hendi leystar; þó efnið nú sé að miklu leyti úrelt, þá er málið á þeim svo fagurt, að enn er unun að lesa þær; Jónas ritaði svo lipurt og ljóst um torskilin efni, að fáir eða engir hafa getað við hann jafnast. Jónas varð oft að smíða ný orð, og þau eru svo fögur, að ekkert ber á þeim, og láta svo vel í eyrum eins og þau hefðu skapast í málinn fyrir mörgum öldum. Jónas Hallgrímsson ritar þá um íslenzka fugla, um eðli og uppruna jarðar, um eðlishætti fiskanna, um flóð og fjöru o. fl., og þýðir stjörnufræði Úrsíns. Pýðing þessi er snildarverk og var hún víst mikið lesin á íslandi og ætti það skilið enn. Á árunum 1840—50 höfðu margir al- þýðumenn gaman af stjörnufræði, og sumir jafnvel víðtæka þekk- ingu í þeirri grein; þetta var fyrst og fremst að þakka Birni Gunn- laugssyni, sem gaf út leiðarvísi til að þekkja stjörnur og orti Njólu, sem prentuð var í þrem útgáfum, — og svo stjörnufræði Jónasar. Pessi stjönufræðis-áhugi er nú fyrir löngu kulnaður út. Á árunum 1835—38 var Jónas Hallgrímsson heilsuhraustur og vann þá mest; aðalefni þess, er hann ritaði, mun vera samið um þær mundir. Pegar á alt er litið, var það alls ekki svo lítið, sem Jónas af- kastaði á fám árum; starftími hans var stuttur, hann varð skamm- lífur og heilsan bilaði snemma. Pað er auðséð, að Jónas Hallgrímsson hafði hugsað sér að gjöra rannsókn íslands að lífsstarfi sínu, og á árunum 1837—38 er hann búinn að leggja niður fyrir sér, hvað hann ætlaði að gjöra, og áform hans koma þá í ljós. Jónas vill sjálfur ferðast um alt ísland og rannsaka það; því næst ætlar hann að rita stóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.