Eimreiðin - 01.05.1908, Side 22
102
og ýtarlega lýsingu landsins, aðallega bygða á eigin rannsóknum,
en þó með aðstoð annarra manna í hinu einstaka. Petta var stórt
fyrirtæki, sem hlaut að kosta mikið fé og mikla vinnu. Til þess
að slíkt áform gæti komist til framkvæmdar, þurfti langt líf, góða
heilsu og nóg þrek, líkamlegt þrek til að þola vosbúð á ferðum
og andlegt þrek til þess mánuðum og árum saman að fást við
leiðinlega hluti og lesa leiðinlegar bækur; og það þótti Jónasi
bágt, þessvegna andvarpur hann í bréfi til Jóns Sigurðssonar og
segir: sHamingjan veit, hversvegna það stendur í spánni, að
hávaðinn af öllu, sem við verðum að kynna okkur, er svo dauft
og leiðinlegt.« Eins og allir vita, verða þeir sem semja stór vís-
indaleg rit að kynna sér alt, sem ritað hefir verið um sama efni,
og er það oft leiðinlegt verk.
Sumarið 1837 brá Jónas sér til Islands og dvaldi um tíma í
Vestmanneyjum og ferðaðist nokkuð um Suðurland; þá gjörði
hann allmargar þýðingarmiklar vísindalegar athuganir, og eftir
þessa ferð þóttist hann hafa fundið köllun sína, og afréð að hefja
rannsókn um land alt. Pað er einkennilegt, að vísindalegur af-
rakstur þessarar fyrstu ferðar varð meiri en af öllum hinum seinni
ferðum hans. Jónas var í vísindastörfum sprettharður, og tilþrifin
oft glæsileg, en svo dettur botninn úr; á ferðum sínum ritar hann
fyrstu dagana ýtarlegar skýrslur í dagbækur sínar, en svo gefst
hann upp, og ritar ekkert upp frá því; eins er til eftir hann
fjöldi af upphöfum ritgjörða og brot af ýmsu tægi; hann byrjar
og hættir jafnóðum við. Petta hviklyndi hefir nú líklega með
fram stafað af líkamlegum lasleika, en annars hefir það verið talið
þjóðareinkenni íslenzkt, að áformin í fyrstu eru stór og glæsileg,
en framkvæmdin minni þegar á á að herða.
Pegar Jónas kom heim úr þessari ferð 1837 var ban fjörug-
astur og duglegastur og afkastar miklu þá um veturinn. Pá kemur
hann því til leiðar, að Bókmentafélagið tekst á hendur að safna
gögnum til stórrar Islandslýsingar, og átti lýsingin að standajafn-
hliða Uppdrætti Islands. Pá var farið að safna sóknalýsingum,
veðurbókum og skýrslum um fiskiveiðar, alt eftir uppástungum
Jónasar Hallgrímssonar, og varð það mikið safn, sem enn er til.
Petta átti að vera fyrsti undirbúningur lýsingarinnar; svo ætlaði
Jónas að lokum að setjast í helgan stein, til þess að rita bókina,
sem átti að verða stórt verk, líklega í mörgum bindum.
Á árunum 1839—42 ferðaðist Jónas með stjórnarstyrk um