Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 24

Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 24
104 gleðilegt, að félagið þó í fátækt sinni líka á þenna hátt reyndi til að uppfylla tilgang sinn eftir i. grein laganna »að styðja og styrkja íslenzka tungu og heiður hinnar íslenzku þjóðar.« þrátt fyrir alla þessa miklu örðugleika, þrátt fyrir heilsuleysi og stutt líf, varð Jónas Hallgrímsson ágætur náttúrufræðingur með miklum hæfilegleikum, skarpvitri athugunargáfu og ágætri dóm- greind, en þessir hæfilegleikar eru skáldunum sjaldan gefnir. Pó eigi sé hægt að jafna Jónasi saman við aðra eins náttúrufræðinga eins og Eggert Ólafsson og Svein Pálsson, af því hann varð svo skammlífur, þá varð árangurinn af störfum hans þó allmikill; hef ði líkaminn verið hraustur,. hefði Jónas eflaust orðið framúrskarandi vísindamaður. Jónas varð frumkvöðull þess, að allmikill fróðleikur um Island safnaðist saman í sóknalýsingum og veðurbókum, og eru þeir fjársjóðir enn lítt notaðir; hann ritaði eldfjallasögu, sem var miklu betri en það, sem áður hefði verið ritað um það efni, hann samdi ágætar skýrslur um brennisteinsnámur og hafði glögt auga fyrir jarðfræði landsins, og var hinn fyrsti, sem sýndi þýðingu grá- steinshrauna á Islandi, aldur þeirra og hlutfall til annarra jarð- myndana; Jónas var hinn fyrsti, sem rannsakaði kaldaversl á Is- landi og hitageislun jarðvegsins, og hefir hvorugt verið rannsakað síðan; han gjörði ýmsar mikilsverðar athuganir um jarðfræði og landfræði einstakra héraða, þó honum ekki entist aldur til að koma því í eina heild; hann athugaði ýmislegt, er snertir dýralíf, og safnaði náttúrugripum, hann ritaði einnig skýrslur um fornmenjar á íslandi o. s. frv. Pó Jónas Hallgrímsson ekki gæti framkvæmt það, sem hann ætlaði sér, þá hefir hann þó, þrátt fyrir stuttan starfstíma og heilsuleysi, aukið þekkinguna um náttúru Islands á ýmsan hátt. Pað er enginn efi á því, að það hefir mjög aukið þunglyndi Jónasar Hallgrímssonar hin seinustu ár, að vonir hans brugðust, að hann sá fyrir fram, að honum var ómögulegt að framkvæma lífsstarf sitt, sem hann hafði haft svo eldlegan áhuga á; andinn var að sönnu reiðubúinn, en holdið var veikt; guðmóður vísind- anna varð að lúta í lægra haldi, þegar líkaminn bilaði. Jónasi mun þá varla hafa dottið í hug, að ljóðmæli hans og ritsnild mundu hafa verulega þýðingu til frambúðar fyrir hina íslenzku þjóð, að minsta kosti ekki aðra eins þýðingu og raun varð á; ekki sést, að neitt hafi vakað fyrir meðvitund hans í því efni, en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.