Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Side 25

Eimreiðin - 01.05.1908, Side 25
io5 rannsókn landsins skoðaði hann sem köllun sína; hann vildi auka hin alþjóðlegu vísindi með þekkingunni um Island, og um leið kenna Islendingum að elska landið sitt. Jónas náði takmarki sínu á annan hátt, en hann hugöi; honum lánaðist að vekja aðdáun Islendinga á náttúru landsins, ekki með vísindum, sem altaf þurfa umhugsun og fyrirhöfn, heldur með ljóðum, léttum og liprum, sem flugu kvakandi og dillandi inn í sálir Islendinga. Náttúru- þekkingin og skáldskapurinn eru innilega samtengd í kvæðum Jón- asar Hallgrímssonar, og kvæði hans munu jafnan verða til ununar og andlegrar nautnar fyrir íslendinga, svo lengi sem íslenzk tunga er töluð. Þýtt og frumkveðið. Eftir STGR. THORSTEINSSON. I. NORÐURLJÓSIN. Á iði á riði nú leika, nú loga um bláhimins boga hin bragandi norðljós á þjótandi ferð, og gegnum þau stjarnanna glýjuð skín mergð. Svo fögur, svo kvik með sitt blossandi blik um vindríka heiðskíra vetrarnótt svala þau vitja með uppljómun heimskautsins sala. Hve leiftrar þeim fylgjandi litbrigða fjöldin, er blaktandi, bylgjandi breiða þau tjöldin, með ljósgullnum, heiðgrænum, lyfrauðum röndum, svo líkt sem þau bærð væru1 af ósénum höndum! Pau sveiflast með fellingum, svipa með logum, ó, sjá, hve þau speglast í glampandi vogum,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.