Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 27
107
IV. WHO IS THAT AT MY BOWER-DOOR.
»Hver á mína hurð þar ber?
— »Hver annar en Finni?*. r)
»Burt! fú vera ei mátt hjá mér.«
—■ »Má ég víst,« kvað Finni.
»Hvað með þjófs-hátt þú fer nú?«
— xforðu að sjá!« kvað Finni.
»Hrekk að vinna hyggur þú.«
— »Hygg ég svo,« kvað Finni.
»Slaki eg til og sleppi’ inn þér,« —
— »slepp mér inn!« kvað Finni, —
»vöku halda muntu mér« —
— »mun ég víst,« kvað Finni.
»Ef að þig mér hýsi’ eg hjá,« —
— »hýstu mig!« kvað Finni, —
»dvelur þú unz dags skín brá« —
— »dvelja’ eg mun,« kvað Finni.
»Ef hér verðurðu’ alla nótt,« —
— »eg verð hér,« kvað Finni, —
»kemurðu’— uggi’eg— afturfljótt,«
— »efaiaust,« kvað Finni.
»Leynt hvað sker í luktri krá,« —
— »lát það ske!« kvað Finni,
»dyl til dauða og legg í lág!« —
— »lofa eg því,« kvað Finni.
Sagnaskáldskapur.
»Ólöf í Asi«.
I.
Ég býst við, að lesendur Eimr. ef til vill muni eftir greinarstúf, er ég
reit í 2. h. tímaritsins 1905; efnið var: Horfur í ísl. skáldskap. Horf-
umar litust mér ekki glæsilegar. Alt var kafið í kvæðum, »skáldin«
íslenzku ortu hvert Ijóðið á fætur öðru, keptust við að ríma, en fæstir
þeirra treystust til að bera við að semja skáldsögur. Slíkt var illa
farið; hin lélegu ljóð — og af þeim var aragrúi — vóru ekki þess
verð að kallast skáldskapur, og þegar nú því sem næst alt var í
ljóðum, duldist það ekki, að hætta vofði yfir skáldmentum íslendinga.
Hér þurfti því breytinga til batnaðar, ef vel átti að vera.
j’etta ástand kom mér til að gera nánar grein fyrir eðli aðalteg-
unda skáldskaparins: Ljóðaforms og óbundins máls, og sýna fram á,
hvernig við stæðum að vígi í því að uppfylla almennar kröfur í þeim
efnum. Niðurstaðan varð, eins og menn víst rekur minni til, að ég
taldi það vænst ráða, að íslendingar þeir, er við skáldskap fengjust,
færu að reyna að semja skáldsögur, þar eð í því mundi felast eld-
raun þroskans og að miklu leyti framtlð skáldlistarinnar.
Um þessar athugasemdir mínar var talsvert rætt manna á milli.
') I frumkvæðinu: Findlay.