Eimreiðin - 01.05.1908, Side 29
109
skáld heimsins (Shakespeare, Goethe, Byron, Schiller o. s. frv.), sem
mjög hafa notað ljóðaformið. En hvað kemur það þessu máli við?
I’ eir þurftu ekki að nota »rím« til að hylja tómleika eða misfellur!
Hjá þeim (og þeirra líkum) er það aðeins »viðbót«, list á list ofan —
því að enginn neitar því, að það er list fyrir sig að viðhafa fagurlega
bundið mál. En hver dirfist á hinn bóginn að bera á móti, að í því
sé og fólgin list eigi lítil, að rita vel óbundið mál?
Skáldkonungurinn Henrik Ibsen skáldaði í ljóðum framan af —
samdi listaverk í ljóðum. En er á leið, hætti hann þó algerlega að
viðhafa það form, er hann taldi sig nógu þroskaðan til þess að búa
til listaverk í óbundnu máli. Honum tókst það og ekki síður, en
ekki er það á allra færi. — Nýlega hefi ég séð bréf eitt frá Ibsen
(ég var ekki svo heppinn að vita af því, er ég samdi áðurnefnda
grein), þar sem hann víkur að þessu efni. Bréfið skrifaði hann (25.
maí 1883) frægri leikkonu, Lucie Wolf, við Kristjaníu-leikhús; svo stóð
á, að hún bað hann yrkja fyrir sig hátíðarljóð, sem hún ætlaði svo
að flytja í leikhúsinu (á listar-afmæli sínu), en Ibsen kvaðst ekki geta
orðið við bón hennar og kemst svo að orði í bréfinu:
. . . »Ljóðaformið mun ekki verða notað að neinum mun í leik-
ritum hins komandi tíma; skáldskaparstefna framtíðarinnar mun sem
sé áreiðanlega ekki geta samrýmst því formi. I’að mun þess vegna
leggjast fyrir óðal. Listarbúningunum er það áskapað að hverfa úr
heiminum, á sama hátt og hinir kynlegu dýraskapnaðir frumtímans liðu
undir lok, er dagar þeirra vóru taldir.«
— — »Sjálfur hefi ég síðustu 7—8 árin varla ort eitt vísuorð;
hefi ég einvörðungu stundað þá list, er langt um er torveldari:
Að skálda á máli raunveruleikans, eins og það er blátt
áfram og falslaust! í*að er á þessu máli, sem þér (o: leikkonan)
hafið náð þeirri listarfullkomnun, er þér nú hafið til að bera. Áferð-
arfagurt »rím« hefir aldrei verið yður verkfæri til að stinga dóm-
greind manna svefnþorn.« —
Framangreind atriði stóðu nú óhögguð af andmælum Guðm. Frið-
jónssonar; ekki varð það heldur af skafið, að óskaplega mikið hefir
verið kveðið á íslandi í samanburði við skáldsagnagerð. En það, sem
Guðm. aðallega réðist á, var tilraunin til að kippa þessu í annað horf:
Hana taldi hann allskostar þýðingarlausa og jafnvel óviðurkvæmilega,
eins og nú til hagaði með skáldunum íslenzku. Það væri ekkert vit í
að heimta af þeim, að þau semdu skáldsögur, er mikinn tíma og yfir-
legu þyrfti til — yfirleitt gott næði og áhyggjulítið líf fyrir daglegu
brauði. íslenzku skáldin ættu við svo þröngan kost að búa, svo erfitt
uppdráttar að öllu leyti, svo lítinn tíma aflögum frá matarstritinu, þar
sem að þeim væri ekkert hlúð, að skáldskapnum gætu þau ekki gefið
sig við nema á hlaupum og hugsanir þeirra yrðu því að birtast í mol-
um, kvæðum og stökum, en engin tök væru á að semja heildarverk:
sögur. — I’annig líta og margir á málið, aðrir en Guðm.
Ef svara ætti stutt og laggott þessum eilífa barlóm hinnar kveð-
andi kynslóðar, barlóm, sem ávalt er tjaldað til afsökunar, og vitan-
lega er ekkert annað en ein grein af hinu íslenzka þjóðarvíli, ves-
aldarhugsunarhættinum, — þá yrði það á þessa leið: Skoðunin er á