Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 30

Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 30
I IO sandi bygð, bæði að því er snertir skáldin yfirleitt og eins hin ís- lenzku, og hún er að auki hættuleg allri þroskaviðleitni. Hvað er það, sem gerir menn tíðast að skáldum? Eðlisgáfan, munu sumir svara; og að vísu er hún nauðsynleg með, en hún er ekki einhlít, því að »gáfur« fá einatt ekki neytt sín, geta ekki brotist út, afhjúpast. Aðrir (og þar á meðal Guðm ?) mundu að líkindum halda því fram, að allsnægtir og góða daga, áhyggjulaust líf, þyrfti til þess, að skáldgáfan blómgaðist og bæri ávöxt. En þetta er misskiln- ingur. Það sem alla jafna gerir menn að skáldum er: Þrautir og bar- átta; í skáldskapnum eins og öllu öðru, upp á tindinn verður ekki kom- ist nema með erfiðismunum — per ardua ad astra! Fjölmörg mæt- ustu skáld heimsins hafa orðið að berjast fyrir lífinu, jafnvel orðið að þola neyð; en einmitt vegna þess hafa þau getað framleitt ódauðleg verk, að þau sjálf urðu að taka þátt í baráttu og striti lífsins: Þau reyndu neyð og gátu því sagt frá neyðinni — þau gátu sagt frá líf- inu, þjáningum þess og gleði, því að gleðin fylgir ekki ætíð sællífinu. Og það er lífið, eins og það er hér á jarðríki, sem á að vera við- fangsefni skáldanna; sú »þyrnum stráða« hlið þess eigi síður en hin, er spegilfögur virðist, því að menningaráhrif þeirra eru þar einna mikilsverðust. Þar sem knýjandi hugsanaafl er inni fyrir, þar sem reynsluþrunginn áhugi brýzt um, hamlar »tímaleysi« sjaldnast því, að í ljós verði látið, sem í bijósti býr. Menn geta hugsað, þótt þeir sitji ekki altaf með pennann í hendinni, og þeir sem eru listhæfir þurfa ekki óratíma til að setja fram hugsanir sínar. Og sannast þetta ekki á sjálfum íslenzku skáldunum, svo ekki sé lengra leitað? Sannast þetta ekki á sjálfum Guðmundi á Sandi? Hvernig er hann orðinn skáld og hvað er það af skáldskap hans, sem mest er um vert? Mundu það ekki vera hörkur tilverunnar, sem skáldgáfa hans hefir þróast við, og mundi gildi hans ekki einmitt vera þar, sem hann kveður um klaka lífsins? Vafalaust! Eða hyggja menn, að skáld- fákur hans hefði þrifist betur og orðið fjörugri við troðinn stall alls- nægtanna, þar sem ekki þekkist þröng í búi, þar sem sofið er vært og áhyggjulaust fyrir morgundeginum, þar sem nóg er að éta án þess að strita: Guðmundur meira skáld, ef hann hefði fæðst jarðeigandi og alist upp sem erfingi ásauða í hundraðatölum ? Nei, það held ég ekki. Mér er næst að ætla, að hann hefði þá alls ekki orðið skáld. Og finnast ekki dærai þess heima á íslandi, að maður, sem orti með fágætu fjöri, aðdáanlega, meðan hann að flestra vitund átti í basli (erlendis), misti flugtakanna, að því er virðist, og varð sem horf- inn öllu skáldmagni, er landssjóður fór að xhlynna að honum« ? Það sézt því, er nokkurri athugan er beitt, hversu sú skoðun er í lausu lofti, að því að eins geti skáldin notið sín, að þau lifi eins og »blóm í eggi« og alin sé önn fyrir þeim — sjálf eigi þau aðeins að »skálda og skrifa!« En hér við bætist og, að þessi »barlómur« er, eins og áður hefir verið tekið fram, hættulegur bæði einstaklingunum og þjóðfélaginu; miðar að því að telja dug úr þeim, er að upplagi væru fúsir til þess að brjótast áfram á eigin spýtum, og verður þannig til þess að ræna þjóðina kröftum: Deyðing á kjarki einstaklinganna, eyðing á afli þjóðfélagsins. —

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.