Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 31

Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 31
111 Nú hefir, síðan grein mín um skáldskaparhorfurnar kom út, eitt af yngstu skáldum okkar, sem áður eingöngu tilbað ljóðadísina, sýnt í verkinu, að kleift er að semja skáldsögur að mun á íslandi. Guðm. Magnússon (Jón trausti) hefir á i—2 árum komið fram með 2 eigi stuttar sögur. Hefir hann lifað sérlegu bílífi og hefir hann ekki orðið að vinna fyrir sér —- með alt öðru starfi? Allir vita að svo er. En þótt svo væri, að mönnum tækist ekki að bera svo óðan á, er ekkert við það að athuga, ef mönnum á annað borð er það Ijóst, að ein góð skáldsaga er miklu meira virði, sem menningarmiðill, heldur en 10 lélegar ljóðabækur. •— Og loks hefir sá maður, er ég hér hefi átt mest orðastað við, Guðmundur Friðjónsson, hleypt af stokkunum skáld- sögunni »Ólöf í Ási«, er mjög hefir borið á góma í blöðunum. Eftir því hefi ég verið að bíða: Að Guðmundur sjálfur semdi sögu, er lengri væri en fáar blaðsíður; fyr hefi ég ekki viljað taka aftur til máls um þetta efni og bera vopn á athugasemdir hans, sem hann sjálfur hefir nú snúizt gegn, ef ekki í orði, þá á borði. Sendi ég nú Guðmundi mlnum hér með kveðju guðs og mína, með þökk fyrir góðan kunningsskap, og læt verða samferða kveðjunni örfá orð um bók hans. II. »01öf í Ási« hefir ekki fengið sérlega hlýlegar viðtökur hjá rit- dómendum blaðanna. Hún fór nú líka hálfaulalega »úr hlaði«, sem ekki var höf. að kenna. Bókin er gefin út í ísafoldarprentsmiðju, og átti útgef. að sjálfsögðu að sjá um sæmilega útsendingu og þvíumlíkt, er til heyrir, þegar bók er ætlað að komast til almennings. En eng- um blöðum eða blaðamönnum var hún (eftir því sem heyrst hefir) send til lestrar og umgetningar, svo sem hvarvetna þykir hæfa; þeir urðu því að ganga þau lítt vanalegu spor að »kaupa« bókina og er það hyggja mín, að þetta hafi ekki gert þá hugblíðari gagnvart göll- um, er þeir hafa þózt finna á sögunni! Útgef. hefir því, þótt þetta atriði í alvöru talað kunni engin áhrif að hafa haft á ritdómana, alls ekki gætt þess, sem honum bar skylda til gagnvart höf. — nema þessu hafi verið hagað svo samkvæmt vilja hans —, því að enginn getur ætlast til þess, að Guðm. Friðjónsson færi sjálfur að basla við útsend- inguna — norður á Sandi! Af einhverri tilviljun hefir þó eitt eintak komist út úr prentsmiðj- unni og hingað til Hafnar og af annarri tilviljun hefir það eintak borist mér í hendur. Söguna hefi ég því séð og lesið. —- Hvað er þessi saga? Hún er raunasaga í ástum og hjónabandi. Gamalt efni, en þó nýtt að ýmsu í íslenzkum skáldsögum á þann hátt, sem höf. tekur það. Sagan er raunveruleg í fylsta máta að efni til; hún er áreiðanlega »sönn«, o: atburðirnir gerast daglega í lífinu, langflestir að minsta kosti, enda hefir höf. áður í yrkisefnum sínum staðið nær lífinu en mörg önnur nútíðarskáld okkar. Ólöf er sjálf látin segja frá armæðu lífs síns: Ásthneigð og ástþurfa er hún, en þó dæmd til að bíða skipreika í öllum ástavonum sínum og verður að giftast manni, sem hún hefir óbeit á og lifa með honum í hjúskap.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.