Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Side 32

Eimreiðin - 01.05.1908, Side 32
112 Sögnefnið er því ærið og mikilvægt. Og vel er, að höf. hefir valið það hlutverkið að lýsa eymdartilveru konunnar í lífsstríðinu, því að, enn sem komið er, er hún »sá er minna má«. En meðferð efnisins — þessa líftekna og raunkenda efnis? Höf. hefir komið frásögninni í eins konar æfisöguform, er sú per- sóna sjálf segir frá, sem sagan er um. Gæti auðvitað vel á þessu farið, en afarhætt er við, að þess háttar sögur verði um af einræmislegar — alt í sama tón, alt séð með sömu augunum; væri höf. hægra að láta miklu fleira koma til greina, mætast, rekast á, andstæður í skoðunum og athöfnum, ef hann leiddi fleiri verur talandi en eina fram á sjónar- sviðið og gæfi þeim fult frelsi. Þá gæti höf. betur hulið sig og látið persónur sínar lifa sjálfstæðu lífi. í’essa einræmis kennir í sögunni að nokkru, og það er skoðun mín, að auk þess sem það gerir hana fjörminni, en hún að líkindum ella hefði orðið, þá geti sannleika hennar einnig orðið það óhagur, að Ólöf segir sjálf frá öllu; menn geta rengt frásögnina. En einmitt sökum þessa, að aðeins ein manneskja talar, hefir höf. auðveldar tekist að koma að öllum sínum einkennum í hugsunar og stílshætti. Ólöf þarf aldrei að hugsa og tala öðru vísi en Ólöf, og Ólöf verður þar alloftast — Guðm, Friðjónsson. í’etta raskar ekki gildi sögunnar að áreiðanleik í mínum augum, því að Guðm. þekkir það, sem hann skrifar um. En þeim, sem ekki þykir neitt varið í að fá heila bók fulla af ummerkjum »sérvizku« Guð- mundar á Sandi, verður þetta til lítillar hugarhægðar. Menn þurfa að hafa vanist Guðmundi, til þess að þeim geti fallið einkenni hans í geð; hann velur hugsunum sínum einatt svo hjáleitan og, að því er sumum þykir, svo fráleitan búning. Á þessa »hlið« Ólafar hefir verið ráðist allóvægilega: Gys gert að orðfæri höf., líkingum hans, »smekkleysi«, með því að rífa ýms orðatiltæki og nokkrar setningar á stangli út úr bókinni og hampa þeim framan í fólk ásamt »viðeigandi skýringum«. En slíkt eru mark- leysu ritdómar. Að sínu leyti alveg á sömu bók lærðir og ritdómar Kolskeggs hér um árið (um kvæði Guðmundar), sem var dáindisgott og að mörgu skemtilegt sýnishorn þess, hvernig ritdómar eiga ekki að vera skrifaðir, ef þeir eiga nokkurt réttmæti að hafa. Að sjálfsögðu má talsvert að orðfærinu finna. Ekki það, að það sé óíslenzkulegt, eða hinar mörgu líkingar sé gripnar úr fjarlægum hugmyndageimi! Rammíslenzk eru flest orðatiltækin, líkingarnar í sam- ræmi við átthaga atburðanna. En óvanalegar og því óviðkunnanlegar eru sumar setningar höf., vafasamt, hvort þær geta talist samkvæmar eðli málsins, eins og það líka er vafasamt, hvort líkingar hans eru allar viðeigandi. Til dæmis: »Tók til að gera meiri kröfur til mín«, ætti að vera: tók að gera o. s. frv. Ekki »að taka fyrir sig verkin«, heldur taka að sér. Að tala um að »sakir standi« er ekki rétt mál. »Snúðaði að mér« á líkl. að vera — svarf að mér? Sagt er alment: bera e-n (e-ð) fyrir brjósti (ekki sbrjósti sinu«), sömul. kensla fór fram (ekki »kensla var háð«), bera í bætifláka fyrir e-n (ekki »fyrir e-m«). Sumstaðar segir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.