Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 32
112 Sögnefnið er því ærið og mikilvægt. Og vel er, að höf. hefir valið það hlutverkið að lýsa eymdartilveru konunnar í lífsstríðinu, því að, enn sem komið er, er hún »sá er minna má«. En meðferð efnisins — þessa líftekna og raunkenda efnis? Höf. hefir komið frásögninni í eins konar æfisöguform, er sú per- sóna sjálf segir frá, sem sagan er um. Gæti auðvitað vel á þessu farið, en afarhætt er við, að þess háttar sögur verði um af einræmislegar — alt í sama tón, alt séð með sömu augunum; væri höf. hægra að láta miklu fleira koma til greina, mætast, rekast á, andstæður í skoðunum og athöfnum, ef hann leiddi fleiri verur talandi en eina fram á sjónar- sviðið og gæfi þeim fult frelsi. Þá gæti höf. betur hulið sig og látið persónur sínar lifa sjálfstæðu lífi. í’essa einræmis kennir í sögunni að nokkru, og það er skoðun mín, að auk þess sem það gerir hana fjörminni, en hún að líkindum ella hefði orðið, þá geti sannleika hennar einnig orðið það óhagur, að Ólöf segir sjálf frá öllu; menn geta rengt frásögnina. En einmitt sökum þessa, að aðeins ein manneskja talar, hefir höf. auðveldar tekist að koma að öllum sínum einkennum í hugsunar og stílshætti. Ólöf þarf aldrei að hugsa og tala öðru vísi en Ólöf, og Ólöf verður þar alloftast — Guðm, Friðjónsson. í’etta raskar ekki gildi sögunnar að áreiðanleik í mínum augum, því að Guðm. þekkir það, sem hann skrifar um. En þeim, sem ekki þykir neitt varið í að fá heila bók fulla af ummerkjum »sérvizku« Guð- mundar á Sandi, verður þetta til lítillar hugarhægðar. Menn þurfa að hafa vanist Guðmundi, til þess að þeim geti fallið einkenni hans í geð; hann velur hugsunum sínum einatt svo hjáleitan og, að því er sumum þykir, svo fráleitan búning. Á þessa »hlið« Ólafar hefir verið ráðist allóvægilega: Gys gert að orðfæri höf., líkingum hans, »smekkleysi«, með því að rífa ýms orðatiltæki og nokkrar setningar á stangli út úr bókinni og hampa þeim framan í fólk ásamt »viðeigandi skýringum«. En slíkt eru mark- leysu ritdómar. Að sínu leyti alveg á sömu bók lærðir og ritdómar Kolskeggs hér um árið (um kvæði Guðmundar), sem var dáindisgott og að mörgu skemtilegt sýnishorn þess, hvernig ritdómar eiga ekki að vera skrifaðir, ef þeir eiga nokkurt réttmæti að hafa. Að sjálfsögðu má talsvert að orðfærinu finna. Ekki það, að það sé óíslenzkulegt, eða hinar mörgu líkingar sé gripnar úr fjarlægum hugmyndageimi! Rammíslenzk eru flest orðatiltækin, líkingarnar í sam- ræmi við átthaga atburðanna. En óvanalegar og því óviðkunnanlegar eru sumar setningar höf., vafasamt, hvort þær geta talist samkvæmar eðli málsins, eins og það líka er vafasamt, hvort líkingar hans eru allar viðeigandi. Til dæmis: »Tók til að gera meiri kröfur til mín«, ætti að vera: tók að gera o. s. frv. Ekki »að taka fyrir sig verkin«, heldur taka að sér. Að tala um að »sakir standi« er ekki rétt mál. »Snúðaði að mér« á líkl. að vera — svarf að mér? Sagt er alment: bera e-n (e-ð) fyrir brjósti (ekki sbrjósti sinu«), sömul. kensla fór fram (ekki »kensla var háð«), bera í bætifláka fyrir e-n (ekki »fyrir e-m«). Sumstaðar segir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.