Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 33

Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 33
höf. ekki það, sem hann hefir átt við, svo sem: »Fyrirleit ástamál, sem leiddu í ljós öreigagiftingar«, í staðinn fyrir: sem höfðu í för með sér öreigag. — Höf. er afarklaksárt í að hafa ákveðna greininn aftan í orðunum (og einatt þar á eftir eignarfomafnið), en á því fer ekki ætíð vel í riti (betur þar á móti í ræðu): »Einmitt þá reið mér mest á styrknum og stoðinnii; »Gat ekki borið mig eftir aðstoðinni«; »litbrigðin þeirra«; »lagði alla áherzluna á«; »í góða tóminuc; »þekti mennina að meinleysi í garðinn minn«; »ég tók á litlu kröft- unum mlnum« (en geymdi þá miklu?); »hefi nautn af þránni minni«, o. s. frv. f’ví má skjóta inn í, að þessar »tiktúrur« standa að líkind- um í sambandi við »talanda« Guðmundar, sem er mjög einkennilegur, áherzla oft á röngum atkvæðum, helzt síðasta atkvæði orða, svo að stundum virðist sem hann »slíti sundur« orðin. Þessu venjast menn, því að maðurinn er mælskur. Ekki verður séð, að það sé rétt, eins og höf. gerir, að nota »hús« í sömu merkingu og herbergi. Og einstöku orð notar hann meira en góðu hófi gegnir, svo sem orðið »myglu«. Óheppilegar líkingar, að því er virðist: »Vanalega vóru þetta smámunir einir, sem þeim (o: mömmu og ömmu) urðu að sundurorði. En smávægin eru löngum lymsk að smjúga gegnum gisinn hlut«. A þetta að gefa til kynna, að »grunt hafi verið á því góða« hjá þeim? Ekki get ég talið það fyndið, að llkja yngismeyju við sónumið land«. Að sbernska breytist í konu- gervi« er ekki vel að orði komist samkv. hugmyndinni; bernska er það að vera barn, »konugervi« getur ekki táknað neitt aldursstig. Að fossinn sé »dverghagur jötunn« skýrist ekki nægilega með því að segja, að hann »grípi ljósgeislana og brjóti þá sundar«. Hvað hefir dauðinn til þess unnið að kallast »heimspekingur« ? — Ólöf segist hafa »vilzt frá ættingjum sínum«; það getur ekki verið rétt, eftir sögunni að dæma, því að hún hafði engan hug á að fylgja þeim. (Annars gerir Ólöf sig seka í mótsögn, er hún telur bónda sinn, bls. 39, »ófríðan«, en bls. 78 »ekki ófríðan«.) — Þetta hefir verið tínt hér, þar eð Guðm. leggur allajafna mikla áherzlu á málið, sækist eftir því að viðhafa málskrúð (sem honum lætur oft vel, með því að hann kann málið með afbrigðum) og —- láta »falla í stuðlum«, þótt hann riti óbundið mál, en það leiðir hann stundum á glapstigu. Sumu öðru í framsetningu höf. en því, sem hér er drepið á, má sjálfsagt með »góðum vilja« finna eitthvað að. En »eigi er það frægð að spilla klæðum manna«, og á það heima um útúrsnúninga þá, sem sumir blaða-»ritdómendurnir« hafa í frammi haft. Ymsir hafa til að mynda hneykslast á öðru eins og þvl, að höf. talar um »laugaland tilfinninganna«. Hver mundi sá, með almennri greind og bærilegri sómatilfinning, er í alvöru fyndi það eitt úrræða, að skilja þetta sem »sauruga« samlíking, — þótt aldrei nema setningin næsta á undan sé eins og hún er: blátt áfram? Liggur ekki rniklu nær annar skilningur, sem viðunandi sé? Samskonar líkingar, einkum um ástleit efni, hafa hin beztu skáld iðulega leyft sér (sbr. Boccaccio o. fl.). Eða getur hitt ekki til sanns vegar færst, að nefna hjúskaparböl »öræfajökul hjóna- 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.