Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 34

Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 34
bandsins«? Jú, áreiðanlega. Og þó að vísu hefði verið æskilegra,f að öllu betur hefði verið að orði komist að sumu leyti, þar sem Olöf (bls. 47) segir frá hinum mikla grát sínum, þá er lýsingin þó rétt i aðalatriðum. Enn fremur þykjast þeir ekki skilja það, er Ólöf segist mundi hafa orðið (ef hún hefði átt að fullnægja bónda sínum): »sjón- laus í andans ríki og heyrnarlaus í huliðsheimum«! þótt þetta sé reyndar ekki vanalegt orðtæki, þá hefði ég þó gaman af að vita, hvort óbreyttur alþýðumaður reyndi ekki að ráða í, hvað hér er átt við. Loks finst nokkrum lýsingarnar sumar, svo sem þar sem Ólöf getur viðbrigðanna í atlotum elskhuga síns annarsvegar og »vínþef« bónda síns hinsvegar, ekki vera nógu fagurnæmar (»æstetiskar«). En hérna ykkur að segja: Er sannleiki lífsins ætíð svo fagur ásýndum? Og verður ætíð varpað á hann glæsilegum blæ? Þið þekkið Zola, raunsagnahöfundinn frægasta ? Miklu fremur en taka svo í strenginn, sem sumir hafa gert, má með sanni segja, að eigi óvíða séu tilþrif góð, í lýsingum og máli, svo sem: þar sem sagt er frá orðadeilum húsfreyju og tengdamóður bls. 12, heimilishögunum bls. 21, komu og áhrifum hausts og vetrar bls. 37, giftingarsamtali Ólafar og frænda hennar bls. 41—46, sólskríkjunni í sméröskjunum bls. 50, þrá yngismeyjar bls. 63—64, tilfinningurn kon- unnar um og eftir meðgöngutímann bls. 70—75, hugleiðingum Ólafar bls. 114—-iiö, o. s. frv., o. s. frv. Eða eru ekki tilþrif t. d. í lík- ingunni (bls. 122) um dalinn í jöklinum og laugina í dalnum og er hún ekki merkilega íslenzk ? — — Skilningur höf. á efni og persónum sögunnar er víðast hvar réttur. Hæpið er þó, að hann geti að réttu lagi haldið því fram, að það, sem seiddi Ólöfu að Þórhalli, hafi eingöngu .verið andlegt — »sálar- þorsti«; hinum andlega þorsta virðist hún hafa svalað, en hvernig víkur þvl þá við, að hún öfundar rjúpuna af því að hafa »notið elsk- hugans í fullum mæli« ? Nei, það mun vera varasamt, bæði fyrir höf. og aðra, að fullyrða að ást milli karls og konu þurfi ekki að vera »jarðnesk« (bls. 132); hún hlýtur meira að segja altaf að hafa ein- hvern snefil af því, ef hún er að marki hafandi. Og réttilega getur höf. ekki heldur komist að þeirri niðurstöðu, ef hann á annað borð viðurkennir að ástin sé ofar öllum skorðum, að það séu »myrkraverk« (bls. 135) að rifta hjónabandi, er enga ást hefir að geyma, til þess að njóta hennar þar, sem hana er að finna. — Það mun einnig vera misskilningur hjá Ólöfu, er hún segist (bls. 158) mundi kenna sér um, ef Þórh. »ætti vonda konu«, og trúa því að það stafaði af »ótrú á kvenþjóðinni*, sem hann hefði fengið af viðkynningunni við sig. Næsta ólíklegt. Nær væri að ætla, að afleiðingarnar hlytu að verða, að hann yrði vondur við konuna sína. Líka bregður því fyrir, að höf. leggur Ólöfu of mikið í munn, sem hún alls ekki hefir getað sagt; hún getur sem sé ekki verið eins »lesin« og höf., en á því hefir hann ekki altaf varað sig, þar sem hann að öðru leyti óhræddur má láta og lætur hana tala »sínu máli« (þetta afsakast ekki með því, að hann hafi »fært sögn sjálfrar hennar til betra máls« !). Mér væri forvitni á að sjá framap í þá alþýðukonu íslenzka, við kjör Ólafar, sem talaði um, að bóndi sinn væri »efnisveraldarmaður« (materialisti ?)! Eða þá, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.