Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Page 35

Eimreiðin - 01.05.1908, Page 35
H5 daglega skrafaði um »andlag gerandanss, »brennidepla« og »ljósbrot«. En þetta era engir stórgállar. — Hvað verður þá í fám orðum um söguna sagt? Söguefnið er ekki illa valið; það er gripið úr daglega lífinu og sæmileg meðferð þess í skáldskap hlýtur að hafa menningargildi. Það er raungæft. Er þá rækt hið fyrra af þeim aðalskilyrðum, er við verðum að setja skáldsagnahöfundum okkar nú á tímum. Annað aðalskilyrðið (sem þarf, ef vel á að vera, að verða sam- ferða hinu fyrra) er, að skáldlistar kenni í meðferðinni, skáldlistar, er og hafi rætur í veruleikanum. í þessu atriði hefir höf. einnig tekist furðu vel. — Meðferð efnisins má skifta í tvent: Röðun og búning, er verður hérumbil það sama og frásöguháttur og mál. Frásöguhátt- urinn í þessari bók (o: hvernig viðburðirnir eru raktir og samsettir) er óefað skáldlega réttmætur og eðlilegur, en hefði getað orðið veiga- meiri, lífefldari, ef allar persónurnar, er viðburðirnir fléttast utanum, kæmu fram sjálfstæðar, en ekki aðeins fyrir munn einnar. Þetta má finna að sögunni, en hvorki það, að efnið sé ekki nógu mikilfengt, né heldur hitt, að »málfirrur« geri hana lítt læsa. Mál Guðmundar á Sandi er mikið til gott íslenzkt mál, þó sumstaðar óvanalegt og því ekki til fullnustu eðlilegt. En þetta á sjálfsagt rót sína að rekja til þess — auk þeirra »séreinkenna«, sem honum eru orðin eðlileg (og geta því ekki kallast »tilgerð«) —, að hann hefir ekki getað losað sig úr þeim dróma, er »kveðskapurinn« (rímið) hefir hnept hann í: Hann fer að skrifa skáldsögu, en bundinn af því, sem hann (að hætti íslenzkra skálda) hefir tamið sér, missir hann við og við sjónar á, að hann á að skrifa málið blátt áfram. Vonandi verður hann »laus og liðugur«, er næsta skáldsaga hans birtist. og vonandi leggur hann ekki árar í bát, þótt menn hafi yglt sig að Ólöfu hans. — En að íslenzkir ritdómendur hafa þózt finna ástæðu til að víta framsetningu hans og mál á þessari bók, er dágóð sönnun þess, sem ég hefi haldið fram, hversu menn verða gagnrýnni á óbundinn skáldskap, því að vitanlega hafa sumir þessara manna harla lítið að athuga við það, þótt Ijóða- smiðir misþyrmi ekki einungis orðum og setningum, heldur og efni því, er þeir fást við! Ef »Ólöf í Ási« hefði verið í gölluðum ljóðum, þótt hún hefði verið miklu fátæklegri að efni og atburðum en hún er, bjöguð og skæld af meðferð »rímarans«, — þá hefði hún fengið betri viðtökur hjá mörgum þeim manni, er »skáldmentaður« þykist á ís- landi. »Svona var það og er það enn« — — en verður ei! Þótt þannig megi víst, eins og sést á framanskráðu, finna nokk- ura galla á þessari skáldsögu Guðmundar Friðjónssonar, þá er það þó ljóst, að þeir menn, er telja hana »ekkert annað en bull«, sýna framar öllu öðru það eitt, að þeir hafa ekki vit á því, sem þeir era að dæma. A jólunum 1907. G. Sv. 8*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.