Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 45
125 Hættuleg bónorðsför. Eftir BJ0RNSTJERNE BJ0RNSSON. Pað var ekki mikið um friðinn á Húsabæ, eftir að hún Áslaug var orðin fullvaxta heimasæta. I’ar rifust þeir og slógust mestu efnispiltarnir í sveitinni nótt eftir nótt. Verst var það á laugardagsnóttunum; en þá lagðist hann Knútur gamli á Húsabæ heldur aldrei fyrir nema í skinnbrókunum sínum og setti birkistaf fyrir framan rúmið. »Ur því ég hefi eignast stelpu, þá verð ég líka að vera maður til að verja hana,« sagði Knútur karl. þórir í Nesi var ekki nema fátækur kotapiltur, og þó sögðu sumir, að enginn kæmi jafnoft til heimasætunnar á Húsabæ og hann. Knúti gamla hugnaðist ekki að því, og kvað það ósatt mál, »því hann hefði aldrei séð hann þar«. En menn brostu í kampinn að slíku og sögðu sín á milli, að hefði karl skygnst vel eftir í öllum skúmaskotum hjá henni Áslaugu sinni, í stað þess að vera að stíma við þá, sem voru með háreysti á miðju gólfi, þá mundi hann hafa fundið hann þóri. Um vorið fór hún Áslaug í selið með búsmalann. Pegar hitamolla lagðist yfir dalinn, svalur fjallstindurinn teygði sig upp úr hitamóðunni, bjöllurnar hljómuðu, fjárhundurinn gelti. Áslaug hóaði og þeytti lúður uppi í hlíðunum, — þá fengu piltarnir hjartslátt, þar sem þeir stóðu við vinnu sína niðri á völlunum. Og fyrsta laugardagskveldið keptust þeir hver um annan að verða fyrstir upp til selsins. En með enn meiri hraða komu þeir aftur niður eftir; því uppi í selinu stóð piltur á bakvið hurðina, sem tók á móti hverjum, sem kom, og lúbarði hann svo, að hann jafnan mintist þeirra orða, sem fylgdu með höggunum: »Komdu aftur í annað sinn, þá skaltu fá það betur!« Að því er þeir þóttust bezt vita, væri ekki nema um einn að gera þar í sókninni, sem hefði slíkar stálkrumlur, og það væri hann Pórður í Nesi. Og öllum ríku bændasonunum fanst það ótækt, að þessi kotahafur skyldi vera að stanga þarna efst uppi í seli hjá henni Áslaugu fra Húsabæ. Sama fanst Knúti gamla líka, þegar hann frétti þetta, og hann hugsaði líka með sér, að gæti enginn annar beizlað hann Póri, þá skyldi hann og synir hans freista þess. Knútur var nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.