Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 46

Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 46
I 2Ö farinn ab eldast, en þó hann væri kominn yfir sextugt, var hann þó vanur að fara í eina bröndótta við elzta soninn sinn, þegar honum þótti of dauflegt í tómstundunum. Upp að Húsabæjarseli lá ekki nema ein leið, og hún lá þvert yfir hlaðið á Húsabæ. Næsta laugardagskveldið, þegar Pórir ætlaði í selið og læddist hljóðlega yfir hlaðið, og var farinn að herða sporið, er hann var kominn að hlöðunni, — þá rauk maður í fangið á honum. »Hvað viltu mér?« sagði Pórir og slengdi honum niður, svo að small í honum. »þú skalt komast að raun um það,« sagði annar að baki honum og sló hann um leið bylmingshögg á hnakkann, og það var bróðir hins. »Hérna kemur þriðji pilturinn,« sagði Knútur gamli, og réðst framan að honum. Póri óx ásmegin í hættunni; hann var tágmjúkur og sló svo, að sáran sveið eftir; hann vék sér og vatt sér; þegar höggið reið, var hann hvergi fyrir; þar sem minst varði, hæfði hann. Hann ýmist laut niður eða teygði úr sér; laminn varð hann að vísu að lokum, og það svo um munaði, en Knútur gamli sagði oft seinna, að við knæfari pilt hefði hann aldrei átt. Peir voru að, þangað til farið var að blæða; en þá skipaði Knútur karl að hætta, og bætti svo við: »Getir þú næsta laugardagskveldið sloppib fram hjá Húsabæjarúlfinum og ungunum hans, þá skaltu fá stelpuna.« Pórir dróst heimleiðis sem honum vanst máttur til, og þegar heim kom, gekk hann til rekkju. Miklar sögur gengu í sveitinni af áflogunum á Húsabæ; en það fylgdi með hjá öllum: »Hvaða erindi átti hann líka þangað?« Pó var það ein, sem ekki sagði slíkt, og það var hún Áslaug. Hún hafði búist svo fastlega við honum þetta laugardagskveld, og þegar hún frétti, hvernig farið hefði milli hans og föður hennar, þá gekk hún á afvikinn stað og fór að gráta og sagði við sjálfa sig: »Fái ég ekki hann F’óri, þá sé ég ekkí framar glaðan dag í þessum heimi.« Pórir lá í rúminu allan sunnudaginn, og á mánudaginn fann hann, að hann hlyti líka að liggja þann daginn. Priðjudagurinn rann upp og hann var svo ljómandi fagur. Pað hafði rignt um nóttina, fjallið var fagurgrænt; glugginn stóð opinn og angan af laufinu lagði inn um hann; bjöllurnar hljómuðu ofan úr fjallinu og þar hóaði einhver uppi -— ef hún móðir hans hefði ekki setið inni hjá honum, þá hefði hann farið að gráta. Miðvikudagurinn kom og enn varð hann að liggja; en á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.