Eimreiðin - 01.05.1908, Page 52
132
eða nál. iooo kr. í samskotasjóð ekkna og munaðarleysingja við
Faxaflóa 1906.
í skoðunum sínum á trúmálum er Baldwinsson mjög frjálslyndur,
einkum í seinni tíð, enda hefur hann staðið sem vörður fyrir fólkið,
og djarflega andmælt, þegar honum hefur þótt íslenzka kirkjufélagið
ganga of langt í heimtufrekju við Vestur-íslendinga, og naumast getur
mér komið til hugar, að forkólfar þess félags vilji góðfúslega kannast
við, að Baldwinsson hafi þar talað máli fjöldans. Hins vegar er rétt
að geta þess, að hann hefur haft mjög marga sér fylgjandi í þessu
efni. í pólitiskum málum hefur hann altaf fylgt íhaldsmönnum (Con-
servative), sem svo eru nefndir, að málum. I raun og veru mætti
kalla þennan flokk umbótaflokk, því allar helztu umbætur og framfarir
í þessu fylki eru gjörðar undir stjórn hans. Ég hygg, að Baldwinsson
hafi fljótt séð, að þessi stefna var ríkjandi hjá þessum flokk, og því
hafi hann hallast að honum, því hann hefur ævinlega, og þó sér-
staklega á síðari árum, fylgt þeim flokkum að málum, sem hann hefur
séð að eitthvað vildu í framfara og menningaráttina, en eigi þrælbinda
sig á klafa fornrar venju, eða þá móka hálfdottandi í aðgjörðaleysi.
Síðan hann gjörðist ritstjóri hefur hann býsna mikið skrifað urn við-
hald íslenzks þjóðernis og íslenzkrar tungu hér í landi, þegar tímar
líða; og þó ég sé ekki með öllu samdóma honum í skoðunum á þess-
um málum, þá er enginn efi á því, að í mörgu því viðvíkjandi hefur
hann rétt fyrir sér; og þessar ritgiörðir sýna, að hann hefur mikið um
þessi málefni hugsað; þó hann hafi því miður kornist að þeirri niður-
stöðu, að íslendingar hér muni með tímanum alveg hverfa sem þjóð-
flokkur. Ritstjórnin hefur honum farist prýðisvel úr hendi, og má full-
yrða, að lærðir menn, sem svo eru kallaðir, hefðu mátt gæta sín, að
verða ekki í því tilliti eftirbátar hans, enda hefur blaðið »Heimskringla«
aldrei átt eins miklurn vinsældum að fagna og undir stjórn hans. í
efnalegu tilliti stendur Baldwinsson mjög vel. Mun nú óhætt að telja
hann einn með efnaðri íslendingum í þessari borg. Gæti ég vel trúað,
að hann ætti nál. 75,000 króna virði af eignum, ef það væri lagt út
í krónutali. Einungis með iðjusemi, reglusemi og fádæma hagsýni í
fjármálum, hefur honum tekist að safna auð. Hann hefur aldrei um
dagana dottið ofan í neinn »lukkupott« í fjárhagslegu tilliti, heldur
smáþokað sér áfram í því sem öðru. Starfsmaður er hann hinn mesti.
Fellur honum aldrei verk úr hendi, og brúkar engan tepruskap við nein
verk sín. Hann gengur eins rösklega að því að kljúfa eldivið í stóna
sína, og að halda ræðu á þingi. Ritstjórn og ráðsmensku blaðsins
hefur hann að öllu leyti á hendi, nema þann tíma sem hann situr á
þingi, og er það meira verk, en nokkur blaðamaður í þessu ríki mun
leggja á sig. Yegna þess að efnalegar kringumstæður hans eru góðar,
mætti ef til vill segja, að hann legði vinnu of hart að sér, en náttúru-
far hans er það, að vera sívinnandi. í viðmóti er hann kátur og
fjörugur, og er oft til með að láta spaugsyrði fljúga. Sama er að
segja um ræður hans. Hann er án efa einn hinn allra fremsti ræðu-
maður meðal Vestur-íslendinga. Þó engan veginn sé hægt að segja,
að Baldwinsson hafi eigi verið á réttri hillu í lífinu, þá hefur hann
samt sjálfur sagt, að ævinlega sjái hann eftir, að hafa slept af rausn-