Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 60

Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 60
140 verið hampað gegn kenningum Sophus Bugges. En vér getum þó ekki neitað, að samskonar eða jafnvel meiri breytingar hafa orðið hjá sumum þjóðum á skemri tíma á vorum dögum. Hafa ekki t. d. Japanar tekið svo miklum breytingum síðan 1868, að þeir nú mega kallast ný og endurfædd þjóð? Jú að vísu, munu menn svara, en framfarirnar eru hraðstígari nú á dögum, en þær gátu verið á 9. öldinni. Satt er að tarna, enda líka munur á rúmlega þriðjungi aldar og rúmlega heilli öld. En þar við bætist og, að A. Bugge leitast við að sanna, að hin útlendu áhrif á Norðurlandabúa byrji miklu fyr en um 800. Hann álítur að þeir, einkum Norðmenn, hafi um 700 eða jafnvel fyr orðið fyrir keltnesk- um kristindóms og menningar áhrifum, og sérstaklega fyrir áhrifum af írskum listum og skrautflúri. Og enn þá fyr hafi Danir orðið fyrir áhrifum frá F'rankaríkinu, sem borist hafi gegnum Frísa. J’etta sýni meðal annars ýms lánsyrði í norrænni tungu af rómverskri rót, sem virðist komin til Norðurlanda fyrir upphaf víkingaaldar- innar. Baö megi því álíta víst, að Norðurlandabúar hafi. að minsta kosti frá því um 700 orðið fyrir stöðugum áhrifum frá vesturhluta Evrópu. Frá Frankaríkinu hafi menningarstraumar runnið til Dan- merkur, og Norðmenn og Gotlendingar hafi á Hjaltlandi og Orkn- eyjum hitt írska munka og hjá þeim orðið fyrir áhrifum af kelt- neskri menningu. Svo virðist og sem verzlunarsamband hafi átt sér stað milli suðausturhluta Englands og Noregs, og sennilega Danmerkur líka. Að tilfæra allar þær sannanir, sem prófessor A. Bugge telur fyrir þessum mörgu og margvíslegu áhrifum, yrði oflangt mál fyrir Eimr. I því efni verðum vér að vísa mönnum í bók hans sjálfa. Oft eru sannanirnar aðeins orð af útlendri rót, eins og t. d. orðin: kró [lambakrö), pust, des, parrak, kláfr. tarfr, kapall, næpa, kylna, pdll, o. s. frv., sem öll eru af vestrænu bergi brotin og því sanna vestræn áhrif á landbúnað Islendinga og Norðmanna. — En stundum eru sannanirnar alt annars eðlis, samanburður á siðum, félagslífi, stjórnarháttum, myndagerð, skrautflúri, peninga- mynt, búningsskrauti o. s. frv. Mjög eru sannanir þessar misjafnlega sterkar, eins og við er að búast, þar sem verið er að ryðja nýjar brautir; enda mun engum það ljósara en höf. sjálfum. Sumar eru góður og gildar, aðrar vafasamar, og sumar lítils virði, ef þær þá hafa nokkurt sönnunargildi, enn sem komið er. En slíkt er ekkert tiltökumál,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.