Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Side 61

Eimreiðin - 01.05.1908, Side 61
þó stundum sé teflt á fremsta hlunn með sannanir, þar sem efnið er jafnörðugt viðfangs, en höf. hins vegar sannfærður um, að hann hafi rétt fyrir sér í aðalatriðunum. Og á því er heldur enginn vafi, að fjölmargar af sönnunum hans fyrir vestrænum áhrifum muni verða framvegis viðurkendar, og sakar þá lítt, þótt nokkrar falli úr tölunni sem miður traustar eða með öllu ónýtar. Aðrar bætast þá við í staðinn með tímanum. Höf. sýnir fram á, að Haraldur hárfagri hafi mjög sniðið stjórn sína, skattálögur o. fl. eftir útlendum fyrirmyndum, og virðist margt af því, sem hann tilfærir í því efni, mjög svo sennilegt. En sumt af því er þó næsta hæpið, t. d. þar sem hann heldur því fram, að þá hafi menn farið að nota orðið »hirö« og »hirðmenn« um fylgdarlið konungs (bls. 61), og er helzt á því, að þrískifting þess í hirðmenn, gesti og húskarla stafi líka frá þeim tíma (bls. 70—72). Vér álítum að hvorugt af þessu geti verið rétt. Orðin »hirð« og »hirðmenn« hafa vafalaust verið ókunn á dögum Haralds hár- fagra, og því síður er þrískifting hirðarinnar svo gömul. Porbjörn hornklofi kallar heldur ekki fylgdarsveit Haralds »hirð« í Haralds- kvæði sínu, heldur »inndrótt«. Oss er næst að halda, að hvorki nafnið »hirð«, sem löghelgað nafn, né skifting hennar í 3 flokka (hirðmenn, gesti og húskarla) sé eldra en frá dögum Ólafs kyrra, þegar svo mikil breyting varð á hirðsiðunum í öðrum efnum og tala hirðmanna eða alls fylgdarliðs konungs var aukin unt helming. Pá mun og konungsstofan fyrst hafa fengið nafnið »höll« og mörg breyting á henni gerð frá því sem áður var, eins og sjá má af frásögn Snorra og annarra um það. Að vísu talar Snorri um hirðmenn, gesti og húskarla hjá Ólafi helga, en vér efumst um, að það sé rétt, að sú skifting sé svo gömul. Ef »hirð« og »hirð- menn« hefði verið títt á dögum Ólafs helga og þrískiftingin þá á komin, þá mundu menn konungs ekki hafa kallað kvæði það (Bjarkamál in fornu), er Pormóður Kolbrúnarskáld kvað fyrir þeim á undan Stiklastaðabardaga, »Húskarlahvöt«, því varla mun hann það kveðið hafa sérstaklega fyrir hinn lægsta flokk konungsmanna, verkamenn hans, heldur fyrir hina beztu menn hans, »handgengna menn«. Ekki er heldur líklegt, að Sigvatur skáld hefði kallað sjálfan sig »húskarl«, er hann gerðist sverðtakari Ólafs konungs (»hirðmaður« hans kallar Snorri það), því varla mun hann hafa talið sig né verið í þeim flokki starfsmanna konungs, e^húskarlar nefndust, eftir að þrískiftingin komst á, heldur í þeim flokkinum,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.