Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 65

Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 65
45 Ritsj á. Í'ORV. THÓRODDSEN: LÝSING ÍSLANDS. I. Khöfn. 1907. Þetta er byijun á miklu riti og merkilegu, sem menn hafa lengi þráð, en enginn treyst sér til né heldur verið fær til að rita hingað til. Jónas Hallgrímsson áleit það eitt af því nauðsynlegasta og fyrsta, sem gera þyrfti, að semja fullkomna lýsingu á landinu og hafði einsett sér að vinna að henni af öllum kröftum. En honum entist ekki aldur til að sýna, hvað hann hefði getað í því efni, enda er hætt við að van- efnin hefðu reynst talsverð, þótt honum hefði orðið lengra lífs auðið. Því þótt örðugleikarnir á að semja slíka bók, svo viðunandi sé, séu nú miklir, þá voru þeir þó margfalt meiri á hans dögum, jafnlítt og landið, strendur þess og hafið í kringum það var þá enn rannsakað. Síðan hann leið hefir afarmikið verið gert í þessu efni, þó mikils sé enn í vant, svo að fullnægjandi sé. En ekki er það lítils vert að fá nú í einni bók greinilegt yfirlit yfir alt, sem menn nú vita um ísland. Og það fá menn óefað í þessari bók; því af öllum núlifandi mönnum er enginn jafnfróður í þessum efnum eins og prófessor Þorv. Thoroddsen, sem bæði hefir sjálfur ferðast um alt landið og skoðað það með eigin augum, og líka þekkir alt, sem aðrir hafa rannsakað og um það ritað bæði innanlands og utan. það ber það líka fyllilega með sér þetta 1. hefti, að þetta verður stórmerkileg bók, sem mikið er að græða á fyrir alla. Því á því þurfa einmitt allir að halda, að fá sem bezta þekkingu á landinu, sem þeir búa í. Hún er nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að menn læri að búa í landinu og geti hagað sér samkvæmt þeim náttúruskilyrðum, sem fyrir hendi eru. Og í því efni má margt og mikið læra af þessu eina hefti, hvað þá heldur af öllu ritinu, þegar það verður fullbúið. í þessu hefti er fyrst skýrt frá hnattstöðu íslands og stærð, lýst sjónum í kringum landið (dýpi, botni, eðli, lit, hita, hreyfing, straumum, ísreki o. s. frv.) og ströndum þess (áhrifum sævar á ströndina, lóna- myndun, flóum, fjörðum, nesjum, höfnum, eyjum o. s. frv.) og loks landslagi yfirleitt (almennri fjallalögun, blágrýtisfjöllum, móbergsfjöllum, hellum, yfirborðsmyndunum, söndum, dalamyndun, skriðum, botnum o. s. frv.). — Er þar ekki hvað minst varið í lýsinguna á hafinu 1' kringum landið, þó hitt sé líka mikil kostafæða, ekki sízt þar sem framsetning öll og stíll er frábærlega lipur. Óþægilegar prentvillur virðast að hafa slæðst inn á bls. 101. Þar stendur, að Bálkastaðanes gangi fram »vestan« við Hrútafjörð og skilji hann frá Miðfirði. Hér mun eiga að standa »austan«. Þar stendur og að Blönduós sé »vestan« við Húnafjörð, en á víst að standa »austan«, sem allir geta séð af uppdrætti landsins. í heftinu eru 24 myndir til skýringar og skilningsauka og auka þær að mun gildi bókarinnar. V. G. 10

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.