Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 66

Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 66
146 JÓN ÞORKELSSON OG EINAR ARNÓRSSON: ríkisréttindi ÍSLANDS. Skjöl og skrif. Rvík 1908. Milliríkjanefndarmönnunum íslenzku hefir verið legið á hálsi, af því að þeir hafi ekki lagt neinar drögur fyrir, að slík bók sem þessi yrði samin. Það sést að vísu ekki á formálanum og verður ekki ráðið af neinu, er á prenti hefir birzt, að hún sé rituð að undirlagi þeirra. En ég tel víst, að þetta stafi af því, að hinir háttvirtu nefndarmenn hafi svo snemma orðið þess áskynja, að bókin væri í vændum, að tilstillis þeirra þurfti ekki við. Það var orðið þjóðkunnugt heima, löngu áður en þeir létu í haf, að danskur vísindamaður fékst við rannsóknir á því atriði málsins, er hún fjallar um, og að hann hafði bók í smíðum um efni hennar. Það dugir því ekki að drótta slíku hirðuleysi að jafnalvörufullum áhugamönnum og ráðsettum og gagnhygnum stjórnmála- skörungum og þessum trúnaðarmönnum þjóðar vorrar — nefndar- mönnunum — að þeir hafi ekki haft neinn hug á viðbúnaði við opinberum andsvörum gegn afneitun Dana á íslenzkum ríkisréttindum. Slíkt er landsins »útvöldu« alls ekki ætlandi. Sumum kann að virðast lítil þörf á slíkum ritum og rannsóknum. Sjálfstæðismál vort eigi að útkljá eftir því sem oss sé nú hollast og haldkvæmast, en ekki samkvæmt fornum réttindum og gömlum lagaboð- um. Slíkt stoði oss og lítið, ef ágreiningur gerist með oss og Dönum um sjálfstæði vort og sjálfstjórn. Aflið eitt og valdið skeri þá og skapi um viðskifti vor og þeirra. Ég held að mig misminni það ekki, að brytt hafi á líkum skoðunum og ummælum meðal sumra stjórnarliða. Það er auðvitað hverju orði sannara, að máli þessu á að ráða til að lykta samkvæmt réttum þörfum vorum nú, en ekki samkvæmt gömlum sáttmálum og ákvæðum, er ef til vill hafa aldrei átt við eða eru nú orðin úrelt og ótæk, þótt þau hafi verið hin þörfustu á þeim tímum, er þau voru samþykt og samin. Þessu hefir og ekki verið neitað, hvorki af Landvarnarmönnum né öðrum. Vér eigum heimting á, að öllum sjálfstæðiskröfum vorum sé sint, ef vér viljum varpa oss þeirri byrði á bak, er af því leiðir, og þær reka sig ekki á alþjóða-heill og bagsmuni, hvað svo sem gömul og gildandi lög kunna að skipa fyrir um þau efni. Það eru siðferðis-réttindi vor, er öllum sögulegum og lagalegum landsréttindum eru æðri. En það er samt mikill og meinlegur misskilningur, að lagaleg réttindi séu einskis virði. Það er satt að segja mesta furða, að bornar skuli brigður á verðmæti þeirra. AUir vita, að einstaklingunum þykir ekki að þvf, er þeir geta lögtrygt sér siðferðis- réttindi sfn, hversu skýlaus sem þau eru, gert þau líka að lagaréttindum. Að vísu er nokkru öðru máli að gegna, er þjóðir eiga í hlut. Það er hvorki til alþjóða-dómstóll né alþjóða-framkvæmdarvald. Einstökum þjóðum veitir að því leyti ólíku hægra að brjóta lög hverri á annarri, en einstaklingunum hverjum á öðrum. En alt fyrir það eru lagaleg réttindi dýrmæt hverri þjóð og ekki sízt smáþjóðum, er veitir ekki af að týgja sig sem traustustum verjum, að föng eru á. Sáttmálar og samningar þjóða og ríkja í milli eru oftast færðir í letur, hvort sem þeir eru birtir í lagaformi eða ekki. Það verður því að mun auðveldara að skera úr því, ef lagaréttindi eru rofin og að engu höfð, heldur en ef það eru siðréttindin ein, sem traðkað er. En það mælist ekki vel
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.