Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 70
i5o
Mér þykir hreinskilnislegra að geta þess, um leið og ég skil við
dr. J. f\ og þakka honum alla fræðsluna og fyrirhöfnina, að ég er
honum ekki alstaðar samþykkur. t. d. um árfærsluna á Gamla sátt-
mála hinum endurnýjaða. Að minni hyggju verður röksemdum Maurers
ekki hrundið. Hann er og heldur einstrengingslegur, er hann segir frá
viðskiftum vorum við erlent vald, eins og Jóni Sigurðssyni hættir til
(t. d. í ritgerð sinni framan við Gamla sáttmála í i. bindi Fornbréfa-
safnsins). Hann segir með miklum fróðleik og lærdómi frá misþyrmingum
Dana og útlendra konunga á oss og er það ekki nema rétt og sjálfsagt.
Hann segir lfka vel frá þvf, er vitsmunum, þjóðrækni og þjóðhollustu
góðra Islendinga tekst að stemma stigu við ásælni þeirra og yfirgangi
og er það vel. En hann segir ekki frá því, hversu sumir íslendingar
hafa brugðist þjóð sinni, frelsi hennar og réttindum, oft og einatt.
Verður því þó ekki neitað, að mörgum íslendinga hefir illa farið, alt
frá því er »etazráðs«-sálin Guðmundur ríki ætlaði að gína við vinarmálum
Olafs helga, og Sturla Sighvatsson, hinn versti maður, tók, ókeyptur og
óneyddur, að brjóta landið undir Hákon gamla og allar götur ofan til
þessarra allra síðustu tíma. Verður ekki alsögð sagan, ef því er gleymt.
Vona ég, að enginn, hvorki hinn háttvirti höf. né aðrir, skilji þetta
svo, sem ég vilji halda vörnum uppi fyrir Dani né bera í bætifláka fyrir
þeim. Er þeim og engin málsbót í ódrengskap sumra íslendinga gagn-
vart þjóð sinni.
Þegar dr. J. f\ hefir lagt tólfin á borðið, tekur cand. jur. Einar
Arnórsson við og ritar »yfirlit yfir stjórn íslands eftir 1262«. Er þetta
»yfirlit« ritað af miklum lærdómi. Er það hvorttveggja, að höf. er
mikill gáfumaður og hinn mesti starfsjötunn, enda virðist hann furðulega
lærður í þessum vísindum, svo stuttan tíma sem hann hefir iðkað
þau. Samt er þó mest um vert, hve alt er skýrt og ljóst í ritgerðinni. Þótt
lesandinn sé ekki sérfræðingur, sér hann samt vel, hvers spurt er og
hvert rannsóknarefnið (Problemet) er og í hverju skyni höf. telur upp
svo mörg lagaboð, úrskurði, tilskipanir og dóma, er gilt hafa og gilda
á íslandi. Þótt hann bresti kunnáttu til að skera úr, hvort rétt sé
sagt frá öllum þessum gömlu ákvæðum, sér hann þó, að þessu eru
ekki sallað saman út í bláinn, heldur til þess að leysa úr þeim spurn-
ingum, er svara þarf. En vel hefði farið á því, að höf. hefði vandað
meira íslenzkuna á ritgerð sinni.
Fyrst er minst á Gamla sáttmála, hversu hann var samþyktur
og hversu megi breyta honum. Hann sé í rauninni grundvallarlög.
Annað vald samþykki þess konar lög en hið almenna löggjafarvald.
Það var líka annað vald en löggjafarvald lýðstjórnartímans, er sór Hákoni
gamla trúnaðareiða. En af þessu leiðir það, að annað vald verður að
breyta honum. Verður að breyta honum með sömu eða samsvarandi
aðferð og hann var samþyktur.
Þá ritar höf. um löggjafarvald, dómsvaldið, framkvæmdarvaldið
og kirkjustjórnina. Merkustu og skýrustu kaflarnir eru um löggjafar-
valdið og réttarstöðu landsins. Þykir mér nægja að minnast á þá.
Um löggjafarvaldið kemur fyrst til greina, »hvort konungar hafa
getað gefið íslendingum lög, svo að gild væru án samþykkis alþingis*.
Það var eitt skilyrði íslendinga í Gamla sáttmála, að »konungur láti