Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 78
i58
aða fylkingu með hvössum rana eða broddi, í líking við svínsrana. I’ó geti ranarnir
verið fleiri en einn. Sú fylking hafi verið löguð og ætluð til árásar, til að brjótast
gegnum mikinn fjandmannaher. Hitt, sem menn kölluðu að »fylkja hamalt«, hafi aftur
verið kollótt fylking, lokin skjöldum, og verið til þess ætluð, að verjast árásum
fjandmanna á her.göngu í óvinalandi. þetta komi líka heim við lýsingu Markúsar
Skeggjasonar í Eiríksdrápu:
Röndu lauk um rekka kindir hamalt (knáttu hlífar glymja)
risnumaðr, svát hver tók aðra; hildingr fylkði liði miklu.
Lýsingarorðið »hamall« muni vera skylt orðunum »hamalkyrni«, »hamla« = kollótt kýr
og »hamall« = geltur hrútur (tvö síðari orðin koma þó hvergi fyrir í fornmálinu í
þessari merkingu, svo vér til vitum), og hljóti því upphaflega að tákna vöntun á
einhverju framstandandi; og þegar um fylking sé að ræða, þá tákni það kollótta
fylking, sem vanti hina vanalegu rana eða framstandandi horn.
V G.
VÖI.SUNGA SÖGU og HRAFNKELS SÖGU FREYSGOÐA hefir hinn norski
málfræðingur Torleiv Hannaas, sem fyrir skömmu ferðaðist á Islandi, nýlega
gefið út fyrir »Landsmaals-Laget« (Oslo 1907), ásamt þýðingu á þeim á norsku
sveitarmáli. Er frumtextinn prentaður á annarii blaðsíðunni, en þýðingin á hinni,
beint á móti, t. d, þannig:
Brimrúnar skaltu gora,
ef þú vilt borgit hafa
á sundi seglmörum;
á stafni skal þær rísta
ok á stjórnar blaði,
ok leggja eld í ár.
Brimruner skal du gjera,
um berga du vil
seglhestar paa sjo.
Paa stammen deim rist
og paa styre-bladet,
og svid deim i aari inn.
Má af þessu dæmi sjá, hve nærri sveitamálið norska getur komist fornmálinu, þegar
bezt lætur. Hér mun þó galli á þýðingunni, því »ár« mun hér ekki eiga að tákna
skipsár, heldur rúnabókstafinn ár. V. G.
ORKNEY AND SHETLAND OLD-LORE. Nr. 1 — 6. 1907—8.
Þetta er nafnið á tímarití einu, sem félagið »Viking Club« gefur út í Lundúna-
borg, Rit þetta er safn til sögu Orkneyja og Hjaltlands. Þar verður og öllu safnað
saman, er snertir sögu Norðmanna bæði í Orkneyjum, Hjaltlandi og Norður-Skotlandi.
Efninu er safnað á allan hátt, úr prentuðum bókum, handritum, fornmenjum, þjóð-
sögnum o. s. frv. Auk þess flytur tímaritið stuttar greinar, spurningar og svör um
alt, er að þessu efni lýtur.
Tímarit þetta hóf göngu sína í jan. 1907 (4. hefti á ári) og hefir flutt margar
góðar og fróðlegar ritgerðir. Landi vor, dr. Jón Stefansson, hefir t. d. ritað um
Bjarna biskup Kolbeinsson og höfund Orkneyingasögu. í^ar er og tekinn upp úr
Eljótsdæla sögu kafli sá, sem á að hafa farið fram á Hjaltlandi. I hverju hefti er
kafli at »Fornbréfasafni Orkneyinga og Hjaltlendinga« (Diplomatarium Orcadense et
Hjaltlandense). Titill safnsins er á þremur málum: latínu, íslenzku og ensku. Forn-
bréf þau, sem ekki eru á enskri tungu, eru þýdd á ensku. Þýðingarnar eru prent-
aðar við hliðina á frumritunum. Dr. Jón Stefánsson, sem er einn af varaforsetum
félagsins, annast þýðingar þessar. Bréfin í síðasta heftinu eru frá 16. öld. Þau af
þeim, sem eru rituð í Orkneyjum og Hjaltlandi, eru á enskri tungu. í þessum ensku