Eimreiðin - 01.05.1908, Qupperneq 79
159
bréfum eru ýms alíslenzk orð, málleifar frá fyrri tímum, t. d. »samengna man«
(sameigna-maðr).
Tímarit þetta virðist leysa ætlunarverk sitt mjög vel af hendi. Allur ytri frá-
gangur þess er í bezta lagi. H. P.
UPP VIÐ FOSSA, sögu Þorgils gjallanda, hefir hr. Heinrich Erkes í Köln
þýtt á þýzku, og hefir hún komið út smámsaman neðanmáls í blaðinu »Rheinische
Zeitung« jan. — febr, 1908). Er sagan þar að undirlagi höfundarins nokkuð stytt
frá því, sem er í frumtextanum íslenzka, en hún virðist enganveginn hafa tapað sér
fyrir þá styttingu, heldur jafnvel batnað. Yfirleitt virðist þýðingin hið bezta af
hendi leyst, lipur og nákvæm, þar sem ekki er stytt með vilja. Er auðséð, að
þýðandinn skilur íslenzku furðanlega vel, því í þessari sögu koma þó fyrir mörg
einkennilega íslenzk orð og orðtæki, sem oft og tíðum munu ekki finnast í orðabók-
um vorum. Staðanöfn eru þar þýdd á þýzku og mannanöfn stafsett svo, að þýzkir
Iesendur verða að lesa þau eins og þau eru framborin á íslenzku. Ait þetta verður
til þess, að sagan fær miklu alþýðlegri og þægilegri heimablæ fyrir þjóðverja, er
þeir lesa hana. V. G
HANS REYNOLDS: ÍSLAND. Hos gammelt norsk Folk. Kristiania 1907.
Höf. þessarar bókar fyllir flokk hinna allra-þjóðlegustu sjálfstæðismanna
Noregs — ómengaður »norskur Norðmaður frá Noregi«, svo sem komist hefir verið
að orði um suma þaðan.
Hann hefir ferðast um og umhverfis ísland og kynst landi og lýð. Honum
þykir mjög vænt um ísland og Islendinga, eins og fjölmörgum Norðmönnum öðrum.
1?eir skoða okkur áreiðanlega sem »hold af sínu holdi og blóð af sínu blóði« og
vilja því tengja sem öflugust bönd, er styðjist við frændsemi, milli landanna, sem
fyrrum höfðu svo mikið saman að sælda. Margir Norðmenn hafa þá óbilugu trú,
að sem nánast samband við ísland, þjóð og mál, sé sú hjálparhella, er Noregur
endurnýjaður geti risið á, fágaður og hreinn að þjóðerni og tungu. Mikil hreyfing,
er beinist eigi lítið í þessa átt, er nú uppi þar í landi.
Þessi bók er auðsjáanlega skrifuð meðfram til styrktar þeirri hreyfingu.
Höf. er feikilega harðorður í garð Dana (Norðmenn þekkja sambandið við þá
af eigin reynd|, út af þvi, hve ómannlega þeim hafi jafnan farist við ísland (svo
sem og Færeyjar og Grænland). Verður þeim orðum hans naumast í móti mælt.
I bókinni er þó nokkur misskilningur, eða misgáningur, á sumum stöðum, gagn-
vart Islandi sjálfu og íslendingum.
Fáein atriði:
ísland hefir aldrei að rétti til verið undir Noregi, hvorki sem eignarland
né skattland, nýlenda eða þ. h., — ekki fremur en Noregur undir Islandi, þótt
bæði löndin lytu sama konungi, er að vísu sat í Noregi (eða seinna í Danmörku),
en aldrei á íslandi. Samband milli landanna getur og aldrei komið til greina fram-
vegis á þann hátt, að ísland lúti Noregi, heldur sem menningarsamband, er á rót
sína í skyldleik og áþekku eðlisfari, enda mun það líka í sjálfu sér vera skoðun
höf. — Eigi er það hinsvegar nákvæmlega rétt hjá höf., er hann segir, að Islendingar
hafi til forna »haldið áfram að skoða sig Norðmenn«. Eg hygg einmitt, að mörg
dæmi megi finna þess, að þeir tóku afarfljótt að telja sig einungis Islendinga, enda
kemur slíkt iðulega fram í sögunum, að talað er um »Islendinga« í Noregi (sem alt
aðra en Norðmenn) og »Austmenn« á Islandi (er komu, snögga ferð, austan yfir
haf). Ennfremur er vafasamt, hvort hann hefir heimild til að fullyrða, að það sé