Eimreiðin - 01.05.1910, Side 24
IOO
tilraunir, má nefna Moritz Wagner, Nágeli, Karl E. von Baer,
A. v. Kölliker, August Weissmann, Julius Sachs o. fl.; en vér
verðum að leiða þá hjá oss, þó þeir hafi margt merkilegt ritað.
Margir þeirra, sem algerlega hafna Darwínskenningu, hafa þó
á ýmsan hátt reynt að gera sér grein fyrir framþróun tegundanna;
en tilraunir þeirra og tilgátur hafa enn að svo komnu ekki leitt
til neinnar þeirrar niðurstöðu, sem aðrir náttúrufræðingar alment
gætu felt sig við. Margir hafa aftur tekið upp skoðanir Jean La■
marcks (1744—-1829); hann ætlaði, sem kunnugt er, að mismun-
andi lífsskilyrði kæmu breytingunum til leiðar, og mismunandi
notkun líffæra og lima; dýr og jurtir mundu þannig smátt og
smátt aðlagast umhverfinu; Darwín kannaðist við, að þessi atriði
hefðu töluverða þýðingu, en hann áleit náttúruval í lífsbaráttunni
vera aðalorsök breytinganna. Mikill flokkur náttúrufræðinga fylgir
kenningum Lamarcks í þessu (Neó-Lamarckismus) og bætir ýmsu
við. Peir gera ráð fyrir því, að aðalorsök breytiþróunar sé bein
áhrif hinnar ytri náttúru, enda sýnir það sig, að náttúran getur
oft ótrúlega fljótt breytt hinu ytra útliti tegundanna. Peir ætla
ennfremur, að smábreytingar hlaðist saman ósjálfrátt, sem hent-
ugar eru, og að þær gangi að erfðum. Pessu mótmæla margir
aðrir; þeir sjá enga ástæðu til, að hentugir eiginleikar safnist
saman, nema einhver óskiljanleg innri hvöt reki þá til þess, og
menn hafa reynslu fyrir því, að flestir eiginleikar, sem af áhrifum
umhverfis stafa, hverfa aftur í næstu ættliðum, ef umhverfið breyt-
ist. Lamarcks-sinnum veitir alveg eins örðugt eins og Darwíns-
mönnum, að gera skiljanlegar orsakir framþróunarinnar og hið
insta eðli lífsins.
Ný-Lamarckingar þeir, sem dýpra hafa leitað, hafa ekki getað
komist hjá því, að hugsa sér hulinn tilgang í náttúrunni, sem
kemur í stað hins knýjandi náttúruvals í Darwínskenningunni; og
út af því hafa svo hjá mörgum spunnist hugrenningar, sem meir
virðast snerta heimspeki, dulspeki og guðfræði, heldur en náttúru-
vísindi. Sumir hugsa sér lífskraft, ólíkan öllum öðrum kröftum,
gangandi gegnum og viðhaldandi öllum lifandi verum (Neó-vítah's-
mus); þar er framþróunareðlið þegar frá upphafi lagt í hinn minsta
dropa af lifandi frymi. Aðrir segja, að lífið alt, frá því lægsta til
hins hæsta, sé eiginlega sálarlíf, utan að komandi, yfirnáttúrlegur
(transscendental) kraftur, sem lagar hið efnislega eftir því, sem
hentugast er fyrir umhverfið (Psýkó-bíólógí). Aðallcjarninn í kenn-