Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 19
19
við sömu kjör. Áður hafði hann legið 12 manuði í sárum úti á
Grænlandi og græddi þá kona hann. Og nú dó hann í hötidum
kvenlæknis.
Pórdís spákona á Spákonufelli var ekki læknir, svo að þess
sé getið. En hún sefaði sakir og deilur. Sagan segir um hana:
»Hún var forvitra ok framsýn ok var tekin til þess at gera um
stór mál.« Hún var uppi á þeirri öld, sem kvenréttindi vóru ekki
nefnd á nafn. En þó hafði hún svona mikil metorð meðal manna.
Vatnsdælir vóru miklir menn á sinni tíð, bæði að vitsmunum og
brautargengi hvers konar. Pó leituðu þeir ráða til Pórdísar í
vandamáli.
Nú er þar komið máli mínu, að ég vildi minnast á, hvern
þátt konurnar fornu áttu í því, að sögur og kvæði geymdust í
manna minnum, þangað til ritlistin náði þeim til geymslu,
Pegar um þetta efni er að ræða, verður að fara eftir líkum
og spá í eyðurnar að miklu leyti. Sagnaritararnir þegja um þess-
háttar smámuni; þeir þegja jafnvel um það, hverjir ritað hafa
sögurnar — þeir segja ekki til sjálfra sín. Og þeir segja ekki til
höfunda Eddukvæðanna, né nefna hvar í löndum þau séu kveðin.
Pessi þagmælska er um of, og hafa risið af henni miklar
deilur milli fræðimanna, og margar vitlausar getgátur fyr og síðar.
Vér verðum því að fara eftir líkindum, þegar um þetta efni
er að ræða. Og líkurnar, sem vér höfum við að styðjast, eru
hvorki fáar né veigalitlar. Mér sýnist óhætt að álykta frá gömlu
konunum, sem enn eru á lífi og lifað hafa í manna minnum.
Vér vitum það, að gömlu konurnar kunnu margt í fornum
fræðum, þær sem uppi vóru þegar vér vórum börn. Pær kunnu
allskonar sagnir og æfintýri, álfasögur, útilegumannasögur og
draugasögur. Af þeim lindum eru Islenzkar þjóðsögur ausnar að
miklu leyti. Pær kunnu og utan bókar heilar rímur og skildu
flóknusta kenningar. Gömul kvæði hafa geymst í minnum gam-
alla kvenna. Og víst hafa þessi þjóðfræði öll saman lifað á vör-
um kvenkynsins, engu síður en í minnum karlkynsins.
Enn í dag eru kerlingar til, sem kunna svo mikil ógrynni
kvæða og vísna, að enginn karlmaður stendur þeim á sporði í
þeirri list.
Valdimar Ásmundsson sendi eitt sinn kveðju sína öllum al-
2'