Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 31

Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 31
3i í beinin líka, hvort sem skurðurinn gengur á hol eða ekki Það er t. d. »óperatión« ef skorið er í fingur eða fót á manni, eða þeir teknir af, og á þá vel við að kalla slikt »holdskurð», en um »holskurð« er þar alls ekki að ræða. Þetta er svo Ijóst, að ekki ætti að þurfa frek- ari skýringar.— »Holdskurður« getur því átt við um allar »óperatiónir«, en »holskurður« að eins um sumar, og er því ófullnægjandi. Miklu fremur mætti nota það orð um »obdúktión«, en þar sem menn þar hafa »krufning« og að »kryfja«, gerist þess ekki þörf. Meðan ekki er öðru betra til að dreifa, leggjum vér því til, að menn kalli »óperatión« »holdskurð« og að »óperera« að »holdskera«, — en að »holskurðinum« sé fleygt í ruslakistuna, nema menn vilji nota það orð um þá sérstöku tegund »óperatióna«, sem það getur átt við, þó ekki sé þörf á sérstöku heiti fyrir þær einar. V. G. íslenzkt íþróttalíf. Eftir SIGURJÓN PÉTURSSON.1 I. kegar við ungu mennirnir lítum á þá menn, sem nú eru orðnir miðaldra, þá sjáum við, að þeir eru allflestir orðnir gamlir fyrir tímann. Og oss verður þá ósjálfrátt að spyrja: hvernig hafa þessir menn varið frístundum sínum á æskuárunum? Hvað hafa þeir gert til að þroska og herða líkama sinn og halda honum við? En jafnframt getur ekki hjá því farið, að hugurinn hvarfli að sjálf- um okkur og oss verði að spyrja: Ætli við verðum orðnir svona útlítandi, þegar við erum orðnir miðaldra menn. Verðum við þá orðnir lotnir í herðum gigtveikir og hættir að geta gengið staf- laust? Verðum við svo langt leiddir að moldinni, að við hættum að lauga líkamann í sjó eða vatni? Verðum við í einu orði komnir á það stig dáðleysis og hrörnunar, sem stefnir beina leið fyrir ætternisstapann ? Og svarið hlýtur að verða, að næsta líklegt sé, að svo fari um meginþorra hinna uppvaxandi manna, ef sami hugsunarháttur 1 Ritgerð þessi er að nokkru leyti eftir þá báða í sameiningu: Sigurjón Pét- ursson og ritstjóra Eimr., með því að hún hefir verið endurrituð og henni talsvert breytt af ritstjóranum samkvæmt leyfi höf.; ábyrgðin verður því að hvíla á þeim báðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.