Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 71
Því svo má kalla, að lífsþráður hans sé hér rakinn frá vöggu til graf-
ar, þó hann sé allmjög með bláþráðum og einkum stiklað á öllum
snurðunum. Fá menn þar margt og mikið að vita um bæði menn og
málefni um daga Hjálmars í þeim sveitum, er hann dvaldi í, og alt
jafnan kryddað með kviðlingum og skringisögnum, svo að frásögnin
verður hin skemtilegasta. En frekar er hér þó um efni í æfisögu Hjálm-
ars eða drög til hennar að ræða en fullkomna sögu, því óvíst er um
tímaröð viðbuiðanna víðahvar (ártöl sjaldan tilfærð), og enginn tilraun
gerð til að draga kjarnann út úr öllu saman, né bregða upp neinni
heildarmynd af Hjálmari sem skáldi og manni. Verða menn því ólíku
fróðari um Hjálmar af hinni stuttu æfisögu Hjálmars eftir Hannes Haf-
stein framan við útgáfuna af kvæðum Hjálmars, því þar er hann sýnd-
ur í kvikmyndasýning, frá ýmsum hliðum og í ýmsum stellingum, en
lifandi og ljóst. En þessi saga er góð til uppfyllingar, ef alt er þar á-
reiðanlegt, sem höf. mun hafa látið ;sér hugleikið, enda auðsætt, að
reynt er að forðast alla hlutdrægni. Ovíst teljum vér þó, t. d., að rétt
sé, að vísan: »Auðs þó beinan akir veg« sé eftir annan mann en
Hjálmar; því bæði virðist hún sveija sig í ættina og svo segist H.
Hafstein hafa prentað flestöll kvæði Hjálmars eftir eigin handriti hans
(en önnur eftir afskrift séra I’. J. eftir eigin handriti Hj.), og þar sem
vísan er í útgáfu hans, er frekar á því að byggja en lausum munn-
mælum. Fleira mætti vafasamt nefna, þó hér sé ekki talið. En hvað
um það, bókin er skemtileg, eins og hún er, og allir ósviknir af að
kaupa hana. Q,
\
FRÓÐI. I, i — 2. Winnipeg ign,
Svo heitir nýtt tímarit, sem séra Magnús Skaptason er nýfar-
inn að gefa út í Ameríku; á það að verða mánaðarrit og koma út í
12 þriggja arka heftum á ári og kosta g 1,50 árgangurinn. Ætlast er
til, að efnið verði sem margbreyttast, en trúmálum og pólitík þó ekki
sint til muna.
Meginið í hinum útkomnu heftum eru þýddar sögur, sem líta út
fyrir að vera dáindis skemtilegar, en þar sem langt virðist í land,
þangað til þeim er lokið, verður ekki frekar um þær dæmt. En ann-
ars er efnið í hinum útkomnu heftum óneitanlega fremur veigalítið og
er vonandi, að ritið verði dálítið kjarnmeira, þegar fram í sækir, enda
mun ritstjórinn hafa hug á að láta svo verða.
Frágangurinn er vandaður og smekklegur, málið hreint og gott
og prófarkalesturinn svo frábær, að þar finst víst tæplega nokkur prent-
villa. Enginn óþarfi að taka slíkt fram, jafnsjaldgætt og það er nú
orðið í íslenzkum bókum og blöðum, aUflestum, bæði - austan hafs og
vestan. y Q,
BARNALÆRDÓMUR eftir únítarískri kenningu. Winnipeg 1911.
Nýstárlegt barnalærdómskver að tarna. Það skiftist í 3 höfuðdeild-
ir: I. Trúaratriðin, sem aftur skiftast í trúarsáttmála, boðorðin og faðir-
vor, II. trúarlærdóminn, sem skiftist í 7 kafla, og III. siðalærdóminn,
sem skiftist í 5 kafla.