Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 25
25
Þessar konur, sem ég hefi drepið á nú um stund, hafa flest-
ar eða allar komið til leiðar stórfeldum harmsögum — viljandi
eða óviljandi. Tilfinningar þeirra og örlyndi hafa blásið að kol-
unum, sem lágu fyrir þeim, og hleypt eldi í atburðina.—Eg held,
að fornmenn hafi haft þetta í huga, þegar þeir sögðu, að köld
væru jafnan kvenna ráð. Eeir hafa átt við það, að þeim væri
tamari æst tilfinning, heldur en djúphygni og glöggrýni, og að
þátttaka þeirra væri fremur til að æsa ólguna, heldur en til að
sefa hana. Pví verður heldur ekki neitað, að vígaferli og vand-
ræði hlutust oft af konum í fornöld. Stundum eggjuðu þær til at-
göngunnar með heitum frýjuorðum, svo sem Hildigunnur og
Bergþóra, Eorgerður Egilsdóttir og Euríður, móðir Vígabarða, og
ótal fleiri; eða þær verða orsök til ófriðar óviljandi, eins og
Helga fagra og Kolfinna, sem Hallfreður unni vandræðaskáld.
En hitt gerðist stundum, að konur afstýrðu vandræðum og unnu
að sættum. Móðir Arnórs kerlingarnefs kom því til leiðar, að
Arnór bannaði að farga gamalmennum í Skagafirði, í hallærinu
mikla á söguöldinni, og hún orkaði því við son sinn, að hann
bauð til sín þeim vesalingum, sem enga úrkosti áttu. Bergþóra
hvatti Njál til að færa Gunnari mat og hey, þegar hann skorti
eitt sinn, vegna hjálpfýsi sinnar. Jórunn Einarsdóttir frá Everá
sætti Eorkel Geitisson og Bjarna Broddhelgason, sem enginn gat
áður sætt. Halldóra kona Víga-Glúms fór út á Hrísateig í blóð-
ugan bardaga, til að binda um sárin fjandmannanna, jöfnum hönd-
um og sinna manna. Og mörg dæmi mætti nefna enn.
Nú er eitt eftir, sem ekki má gleymast, þegar um þetta
efni er að ræða.
Sú kona er ónefnd enn, sem mestan þátt hefir átt í öllum
Islendingasögum og öllum Noregskonungasögum. Hún hefir reynd-
ar komið öllu af stað, sem gerst hefir sögulegt um 1200 ár í Nor-
egi og hér í landi — hvorki meira né minna.
Eegar Haraldur hárfagri var nýtekinn við föðurleifð sinni,
var hann fylkiskonungur fyrst um sinn. Þá var yngismær ein á
Hörðalandi, sem hét Gyða. Hún var dóttir Eiríks konungs á
Hörðalandi og þótti vera mikillát. Haraldur konungur sendi menn
eftir Gyðu og vildi gera til hennar skyndibrullaup. Hann þurfti
mikils með í þeim efnum.
»En er sendimenn kómu þar, báru þeir fram erindi sín fyrir
meyna. En hún svaraði svá, at hún vill ekki spilla meydómi sín-