Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 74
74
d. »Faxarudfjord« (I, 81) f. Fáskrúðsfjorð, »Ermund Wulf« (I, 94) f. Örum & Wulff,
»Fjallarhöfn« (I, 110) f. Fjallahöfn, »eldstofa« (I, 132) f. eldhús, »falkur« (II, 32) f.
fálki, »Stórigjá« (II, 63 — 4) f. Stóragjá, »Stóri Viti« (II. 74) f. Stóravíti, »Náttfarar-
vík« (II, 93) f. Náttfaravík, »Edi« (II, 124) f. Eiði o. s. frv.
En þetta skiftir í rauninni minstu, þar sem bókin að öðru leyti er jafnsnjöll og
hún er. Hún verður eflaust lesin mikið, og getur þá varla hjá því farið, að hún
dragi ferðamenn til landsins, enda eru aftast í bókinni góðar leiðbeiningar fyrir þá,
sem ferðast vilja til Islands. Óskandi að Svíar vildu senda oss marga slíka gesti
sem barón Klinckowström. y q
• JÓN SVEINSSON: ZWISCHEN EIS UND FEUER. Ein Ritt durch Island.
Breslau 1911.
Svo kallast ferðasaga séra Jóns frá íslandi, sem nýlega er út komin í þýzkri
þýðingu eftir skáldið Johannes Mayrhofer, og gefin heíir verið út í »Woywods
Volks- und Jugend-Bibliothek«. Er ferðasagan sjálf hin skemtilegasta og alþýðlegri
en nokkur- önnur ferðasaga frá íslandi, sem vér þekkjum, eins og áður hefir verið
á minst í Eimr.; og þar sem þýzka útgáfan þar að auki er prýdd mörgum góðum
myndum, má búast við, að hún nái góðum tökum á þýzkum lesendum. Hún gæti
og.verið ágæt fyrir fslendinga, sem vilja læra þýzku af* sjálfsdáðum eða tilsagnar-
lítið, og væri því ekki úr vegi fyrir íslenzka bóksala að hafa hana á boðstólum.
V. G.
ANDREAS HEUSLER: DAS STRAFRECHT DER ISLÁNDERSAGAS.
Leipzig 1911.
Það er merkileg bók þetta, bæði að efni og formi, og má með sanni segja,
að þar sé margt skýrt og sýnt í nýju ljósi, sem áður hefir verið í þoku hulið eða
enginn veitt eftirtekt.
Eins og titillinn sýnir, er efni bókarinnar það, að sýna, hvernig hegningarlög
íslendinga hafi verið á söguöldinni, eftir því sem þau birtast í sögunum, og að hve
miklu leyti þau komi heim við eða sé frábrugðin lagafyrirmælum Grágásar. Um
þetta hefir áður verið ritað talsvert af ýmsum, en þó vanalega aðeins um einstök
tilfelli eða um einstakar sögur, og þá jafnaðarlegast aðeins sem aukaatriði eða til
viðbótar við framsetning á fyrirmælum Grágásar. Og hafi þá ekki alt komið heim
við reglurnar í Grágás, hafa menn oftast álitið, að frásögn sögunnar hlyti að vera
röng, en þö stundum orðið að játa, að þar gæti verið um eldri réttarreglur að ræða,
sem hefðu verið orðnar breyttar, þegar Grágásarlög vóru færð í letur. En prófessor
Heusler tekur allar sögurnar fyrir í einu lagi og rekur hegningarlög sögualdarinnar
út úr þeim, sem sjálfstæðum og áreiðanlegum heimildarritum, án tillits til þess, hvort
réttarreglur sagnanna komi heim við ákvæði Grágásar eða ekki. Kemur þá í ljós,
að mjög mikill munur er á þeim hegningarlögum, sem birtast í sögunum, og fyrir-
mælum Grágásar. Fn höf. álítur, að sjaldnast sé þó um villur að ræða í þessu efni
í sögunum, heldur stafi mismunurinn ýmist af því, að sögumar skýri frá eldra réttar-
ástandi en Grágás, eða að hegningarlög sagnanna séu eins og þau urðu í fram-
kvæmdinni, í sjálfu lífinu, þar sem aftur hegningarákvæði Grágásar séu »teóret-
iskar« lagasetningar, sem skiljanlegt sé að erfitt hafi veitt að fá framfylgt, þar
sem ekkert sameiginlegt framkvæmdarvald var til í landinu. Að þessu sé í raun og
veru svo varið, má líka sjá af því, að Sturlungu ber í þessu efni saman við hinar
eldri sögur, og munar oftast í sömu atriðum og þær frá Grágás.