Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 61

Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 61
6i væri samanlagt, sem hver um sig orkaði, ef ekki hefði verið þessi höfðinginn, og samhugurinn svona mikill. En Mommsen hyggur, að aldrei muni uppi hafa verið æfðara herlið en Rómverjar Cæsars. Raunar þarf nú ekki svona mikið til; margir hafa veitt því eftir- tekt, að aflraunir ganga mönnum betur í hóp samvaldra vina; það er nærri því eins og hver geti lánað afl hjá öðrum, og þó hver aukið öðrum afl; en þó þykir mér líklegt, að mest séu brögð að þessu, sé einhver öðrum miklu fremri til forustu. Ekki má halda, að hér sé verið að tæpa á neinni dulspeki; mér er heldur illa við það, sem svo nefnist, því það vill svo oft verða úr því dulheimska, en heimskan því hættulegri sem hún er duldari. En hér er efni, sem lífseðlis- og sálarfræðingar ættu að rannsaka meira en gert hefir verið, og kynni að geta orðið mönnum mikil hvöt til sam- lyndis og góðs félagsskapar. Og mikið mætti um þetta rita, en ég ætla ekki að hafa ritgerð þessa langa. Ætt sína taldi Cæsar til ástagyðjunnar, og er því engin furða, þó að hann væri ástamaður hinn mesti. Svetóníus getur þess, að hann hafi lagst með fjöldamörgum drotningum (plurimas reginas introiit, minnir mig standi þar), líklega í Gallíu og Germaníu flest- um. Og sjálfsagt hafa, þó að ekki fari af því sögur, fleiri orðið til að auka kyn hans, heldur en Kleópatra Egyptalandsdrotning, frægasta kona sinnar aldar, og auðvitað grísk. Kom Kleópatra Cæsar til að gleyma nærri öllu fyrir ástar sakir. En þóttist síðan, eins og von var, af að hafa fætt þessum furðulega manni son. Sá hét Kaisaríon, og var mjög afbragð annarra manna og nærri því eins og Cæsar (eða Kæsar) endurborinn, en líklega enn þá fríðari sýnum og gullhærður eins og Kleópatra. En þar fór illa, því að Ágústus keisari lét myrða Kaisaríon frænda sinn, og þykir mér ekki óhugsandi, að það níðingsverk hafi einhvern þátt átt í ógæfu þeirri, sem grúfði yfir ætt Ágústusar síðan. II. Frægð Cæsars og ofmetnaður æsti til öfundar og haturs. Hann þóttist mjög umfram aðra menn og fór eigi dult með það. Líkt og Sturla Sighvatsson á íslandi, sem löngu síðar vakti aðdáun lýðsins í Rómaborg, þó að ekki kæmi hann þangað til að hrósa sigri, því miður, ætlaði Cæsar sér meira hlut en öðrum í Róma- veldi. En þó sagði hann, er lýðurinn ávarpaði hann konungs nafni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.01.1912)
https://timarit.is/issue/179041

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.01.1912)

Aðgerðir: