Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 12
12 erni þessara kvenna er nú myrkri hulið, að mestu leyti; því að frásagnirnar af þeim eru fáar og litlar. Ofurlítið sér þó til þeirra enn þá — glórir í þær aðeins, líkt og maurildi í myrkri. Tveim völvunum er lýst nokkuð nákvæmlega í sögunum og hátterni þeirra, annarri í Örvar-Oddssögu, en hinni í í’orfinns sögu karlsefnis, úti í Grænlandi. Hér kemur nú frásögnin úr Örvar- Oddssögu, orðrétt, og er hún harla merkileg. En hina frásögn- ina hefir Jón sagnfræðingur tekið úr Porfinnssögu og ofið hana inn í fyrirlestur sinn um galdra, í »Gullöld Islendinga«. Kona er nefnd Heiðr, hún var völva, ok seiðkona ok vissi fyrir úorðna hluti af fróðleik sínum. Hún fór á veizlur ok sagði mönnum fyrir um vetrarfar ok forlög sín. Hún hafði með sér fimtán sveina ok fimtán meyjar. Hún var á veizlu skamt í burt frá Ingjaldi. Pat var einn morgin, at Ingjaldr var snemma á fótum. Hann gekk þar at, sem þeir Oddr og Ásmundr hvíldu, ok mælti: »Ek vil senda ykkr frá húsi í dag,« sagði hann. »Hvert skulu vit fara?« sagði Oddr. »Pit skuluð bjóða hingat völvunni, af því at hér er nú veizla stofnuð«, sagði Ingjaldr, »Pá för fer ek eigi,« sagði Oddr, »ok kann ek mikla óþökk, ef hún kemr hér. »f*ú skalt fara, Ásmundr«, sagði Ingjaldr, »því at þín á ek ráð. »Gjöra skal ek þann hlut nökkurn«, sagði Oddr, »at þér þykki eigi betr, en mér þykkir nú þetta«.— Ásmundr ferr nú, ok býður þangat völvunni, ok hún hét ferðinni ok kom með alt sitt föru- neyti; en Ingjaldr gekk í mót henni, með öllum sínum mönnum ok bauð henni í skála. Pau bjuggust svá við, at seiðr skyldi fram fara um nóttina eftir. Ok er menn váru mettir, fóru þeir at sofa, en völva fór til náttfarsseiðs með sitt lið. En Ingjaldr kom til hennar um morguninn, ok spurði, hversu at hefði borit um seiðinn. »Pat ætla ek«, sagði hún, »at ek hafa vís orðit þess, sem þér vilið vita«. »Pá skal vísa mönnum í sæti«, sagði Ingjaldr, »ok hafa af þér fréttir«. Ingjaldr gekk fyrstur manna fyrir hana. »Pat er vel, Ingjaldr«, sagði hún, »at þú ert hér kominn. Pat kann ek þér at segja, at þú skalt búa hér til elli með mikilli sæmd ok virðingu, ok má þat vera mikill fagnaðr öllum vinum þínum.« Pá gekk Ingjaldr burt, en Ásmundr þangat. »Vel er þat«, sagði Heiðr, at þú ert hér kominn, Ásmundr, því at þinn vegr ok virðing ferr víða um heiminn; en ekki muntu við aldr togast, en þykkja þar góðr drengr ok mikill kappi, sem þú ert.« Síðan gekk Ásmundr til sætis síns, en alþýða fór til seiðkonunnar, ok sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.