Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 73
73 lýti,— ekki sízt þegar eins er ástatt og hér, þar sem kalla má að höf. hafi skamma stund dvalið í Danmörku og Noregi. En kveðandin á þessum dönsku kvæðum er furðu þýð og gallalaus. Mörg af kvæðunum eru og lagleg, en tilþrifin ekki mikil og efnið nauðalítið. Par eru engir rafmagnsneistar, sem slái niður í lesandann og taki hug hans fanginn.— En J. G. er ungur enn og getur tekið miklum framförum; því skáldgáfu hefir hann; því verður ekki neitað. y q GUÐMUNDUR FINNBOGASON: DEN SYMPATISKE FORSTAAELSE. Khöfn 1911. Svo heitir doktorsritgerð G. F., og er aðalkjarni hennar í sem fæstum orðum sá, að sýna, hvernig menn verði oft fyrir svo miklum áhrifum af öðrum, að menn taki ósjálfrátt að herma eftir þeim, án þess menn hafi hugmynd um það. Fr þetta sýnt og sannað með mörgum dæmum, bæði úr daglegu lífi, bókmentum og leiklist, og það gert svo skemtilega og skiljanlega, að ekki þarf neina sérstaka heimspekis- mentun, til þess að geta haft not og nautn af lestrinum. Ber bókin vott um bæði fjör og frumleik í hugsunum, og hefir að vitni sérfróðra manna numið nýjan land- skika í álfu heimspekinnar. y q ÁGÚST BJARNASON: JEAN-MARIE GUYAU. En Fremstilling og Kritik af hans Filosofi. Khöfn 1911. Svo heitir doktorsritgerð Á. B., og er aðalefni hennar útdráttur úr ritum hins fræga franska heimspekings Guyau, með einstöku athugasemdum frá höf. hér og þar, og samstæðum gagnrýniskafla aftast í bókinni. Bókin er að mörgu leyti hrein- asta sælgæti, því hugleiðingar G.’s um lífið, list, siðgæði og trúarbrögð eru bæði djúpsettar og vekjandi, og mjög gaman að kynnast þeim. Framsetning Á. B. á þeim virðist og í bezta lagi, en af frumlegum hugsunum eða heimspekiskenningum frá eigin brjósti er þar minna, en maður vanalega vonast eftir í doktorsritgerð. 3?ví kalla má að öll bókin sé eftir Guyau, en nauðalítið eftir Á. B. En góð er hún og mikið í hana spunnið. y% Q% A. KLINCKOWSTKÖM: BLAND VULKANER OCH FÁGELBERG. I. — II. Stockholm 1911. í*að er nýtt að sjá sænska ferðahók um ísland. Slíkt heflr ekki við borið síðan Paijkull reit sína alkunnu bók »En sommer pá Island«, og er nú nálega hálf öld síðan. Sú bók var að mörgu leyti fróðleg, en talsvert haíði þó dr. Hjaltalín við hana að athuga, er hann reit á móti henni. Sú ferðasaga baróns Klinckowströms, er hér birtist, er ólíku minna athugaverð. Húu er í tveimur bindum, með fjölda af myndum, í einkar snotrum búningi (pappír og prentun) og framsetningin frábærlega snjöll og hugnæm. Segir þar fyrst frá ferða- lagi til Skotlands og Færeyja og dvöl höf. þar, en meginhluti bókarinnar er ferða- saga frá Norðurlandi (Húsavík, Akureyri, Pingeyjarsýslu og öræfunum þar suður af) og Vestmannaeyjum sumarið 1910. Auðvitað urðu engin stórtíðindi í þeirri ferð, og þó hefir baróninum tekist að skrifa um hana bók í tveimur bindum, og meira að segja ljómandi skemtilega bók. Stíllinn og allur blærinn á frásögninni er svo fjörug- ur, fyndinn og skáldlegur, að slíkt er alveg óvanalegt í ferðabókum. I henni eru og dágóðar upplýsingar um landið, þjóðina og atvinnuvegi vora á víð og dreif, þó meira hefði nú mátt vera af því tægi. Og ekki vantar að landsmönnum sé borin vel sagan. Verulegar villur höfum vér ekki rekið oss á, nema í nokkrum nöfnum, t.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.