Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 53
53
bíða; því undireins næsta sumar, 1908, syntu 3 norðlenzkir ung-
lingar einnig yfir fjörðinn (Eyjafjörð), hinn fljótasti, Jóhann Ó-
lafsson, á 24 mín. 15 sek., en hinir tveir, Kristján Porgils-
son og Arngrímur Ólafsson, á 25 m. 30 s. Er það sannar-
lega skemtileg tilhugsun fyrir þessa ungu menn að hafa afrekað
annað eins á þeirra aldri og verða þannig öðrum til skínandi fyrir-
myndar. Og er ekki vert fyrir marga af eldri mönnunum, sem
ekki geta fleytt sér þumlungslengd í vatni, að veita þessu eftir-
tekt? Peir eru sumir hverjir að gaspra um hitt og þetta, sem þeir
þykjast geta gert fyrir landið, en ef þeir detta í sjó eða vatn,
11. LEIKFIMISFLOKKUR RISTS Á AKUREYRI 1909.
þá verður minna úr öllum gorgeirnum. En þessum litlu drengjum
stendur enginn stuggur af vatninu, þótt dýpið sé talsvert; þeir
geta bjargað sér, og öðrum máske líka, ef á liggur. Og þeir eru
líklegri til að verða landinu okkar að liði, heldur en sumir stjórn-
málaskúmarnir, sem eru að blaðra um að við getum þetta og
þetta, — en geta þó ekkert sjálfir.
Leikfimi hefir Rist kent við gagnfræðaskólann á Akureyri
í nokkur ár, og sýndi leikfimisflokkur hans sig opinberlega í
Goodtemplarahúsinu veturinn 1908—1909. Er það að öllum lík-
indum í fyrsta sinn sem skólaleikfimi hefir verið sýnd opinber-
lega hér á landi, og er vel á stað farið. Pað stóð og til að Rist