Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.01.1912, Blaðsíða 70
70 heimahúsum og að kalla má alveg verkfæralaust. Baðker og þurka einu tilfærin, sem við þarf. Vér viljum ráða öllum til að fá sér þessa bók, lesa hana og hag- nýta. Þeir, sem það gera, munu sanna, að þeir stórgræða á því. Og sérstaklega ættu allir foreldrar að láta börnin sín iðka þá leiki, er bók- in kennir. þeir geta reitt sig á, að þá fara ýmsir af þeim sjúkdómum, sem nú leggja svo margan ungling í gröfina, erindisleysu á þeirra heim- ili. Og þá geta þeir huggað sig við, að hafa eftirlátið ættjörð sinni hraustari og dugmeiri kynslóð, en foreldrar þeirra gerðu á næstliðnum öldum. y q KRISTJÁN JÓNSSON LÆKNIR. Minningarrit. Rvík 19n. Minningarrit þetta er bæði hugnæmt og smekklegt, og samsvarar því ágætlega minningu okkar allra um Kristján sáluga — okkar skóla- bræðra hans og annarra, sem hann þektum. Því hann var hvers manns hugljúfi bæði í sjón og reynd. Minningarritið er útgefið af ættingjum hans, og er þar fyrst um ætt hans og uppvöxt, því næst minningarrorð vina á íslandi (Guðm. Magnússonar prófessors, Sigurðar Sigurðssonar ráðanauts og f’órhalls Bjarnarsonar biskups), þá minningarorð vina í Ameríku (í amerískum blöðum) og loks erfðaskrá Kristjáns heitins, minningarljóð o. fl. Og slíkra manna er vert að minnast, sem Kristján læknir var — ekki aðeins fyrir ættingja, kunningja og vini, heldur fyrir íslendinga yfirleitt. Því að þó að hann ynni lífsstarf sitt í annarri heimsálfu, þá vann hann jafnt og stöðugt fyrir ættjörð sína. Hann vann henni sæmd með allri framkomu sinni, sem hlaut að auka álit á íslendingum hjá öllum, sem honum kyntust. Og hann vann henni líka fé, þar sem hann ráðstafaði mestum hluta eigna sinna svo, að þær skyldu renna heim fil íslands, bækur til læknaskólans, en annað fé til systkina hans, sem aftur hafa varið 10,000 kr. til minningar um hann, til hjálpar berkla- veikum í Heilsuhælinu á Vífilsstöðum. Og betra gátu þau ekki til fund- ið, er frekar yrði í samræmi við lífsstarf hans og hugsunarhátt. Í’ví hann skrifaði vini sínum einu sinni’ þessi orð: nHjálp sú, er ég get gef- ið öðrum, verður að vera sœla lífs míns.<s. Hún verður nú líka til að halda minningu hans á lofti urn ókomnar aldir. Kristján læknir Jónsson vann þannig íslandi frægð og fé í lifanda lífi, og dáinn vinnur hann, eða ávöxturinn af lífsstarfi hans, börnum þess bót meina sinna. Segið börnunum lífssögu hans, eða látið þau lesa hana. Hún er svo fögur og góð til eftirbreytni. y_ q BÓLU-HJÁLMARSSAGA. Efni til hennar hefir safnað Símon Dalaskáld. Ritað hefir og aukið Brynjúlfur Jónsson frá Minna- Núpi. Eyrarbakka 19n. Hún verður lesin þessi bók, ekki hætt við öðru. f’ví alla, sem kynst hafa kvæðum Hjálmars og heyrt um hans miklu einkennileika og forneskju-náttúru, mun langa til að sjá, hvað hér sé af honum sagt. Og þeir verða líka fróðari eftir en áður um líf hans og alla háttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.